Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 6 Willie Park yngri – seinni hluti –

Golfbókarhöfundurinn Willie Park yngri

Bók Willie Park The Game of Golf (1896) var fyrsta bókin, sem rituð var af atvinnukylfingi. Henni var vel tekið og hún hefir verið vinsæl allar götur síðan, en hún er fáanleg í nútíma, óstyttri útgáfu hjá forlaginu: Arcturus Publishers (2010). Seinni bók Willie Park yngri The Art of Putting, kom út 1920.

Golfvallarhönnuðurinn Willie Park yngri

Willie vann líka sem golfvallarhönnuður og hannaði 170 golfvelli í Bretlandi, víðsvegar um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada.

Park fór að hanna velli eftir að hann hætti keppnum þegar hann var á fertugsaldri, akkúrat þegar golf var að verða feykilega vinsælt í Bandaríkjunum. Sjá þurfti nýjum kylfingum fyrir golfvöllum til að spila á og Willie Park yngri nýtti sér tækifærin. Mikil eftirspurn var eftir Willie Park yngri og hann og landi hans, Donald Ross voru fyrstu golfvallararkítektarnir í fullu starfi.

Fyrsta hönnun Willie Park, sem hlaut eftirtekt vann hönnun hans á Old Course í Sunningdale Golf Club, nálægt London, við upphaf 20. aldar. Klúbburinn sló í gegn á heiði sem hafði verið talin óhentug fyrir golfleik og hönnunin færði honum heimsfrægð. Sunningdale Old hefir oft verið talinn meðal bestu golfvalla heims.

Aðrir þekktir golfvellir Willie Park yngri eru:  Weston Golf and Country Club í Toronto (Þar fór Opna kanadíska fram 1955 og þar sigraði Arnold Palmer í fyrsta sinn, sem atvinnumaður), the Ottawa Hunt and Golf Club í Ottawa, Ontario (Þar fór Canadian Women’s Open fram 2008), the Calgary Golf and Country Club í Calgary, Le Club Laval-sur-le-Lac in Laval, Quebec, the Maidstone Golf Club á Long Island, og norður og suður golfvellirnir  í Olympia Fields Country Club nálægt Chicago (en þar fór Opna bandaríska fram 2003). The Weston Club er með árlegt elítu áhugamannamót:  „Willie Park Invitational“, þar sem spilaðar eru 36 holur á einum degi síðsumars.

Willie Park yngri gekk fram af sér í vinnu og hann dó 61 árs að aldri, 1925. Heilsu hans hafði farið hnignandi um tíma; Willie vissi að hann var að deyja og ferðaðist frá Bandaríkjunum heim til Skotlands til þess að deyja heima hjá sér.

Dóttir Willie Park yngri, Dorothy varð í 2. sæti í British Ladies Amateur Championship, árið 1937.

Heimild: Wikipedia