Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 6 Willie Park yngri – fyrri hluti –

Willie Park yngri ( f. 4. febrúar 1864 – d. í maí 1925) var einn af topp atvinnukylfingum 19. aldar. Hann vann Opna breska tvisvar. Willie Park yngri var líka góður golfútbúnaðarsmiður og golfskríbent. Á seinni árum varð hann þekktur sem einn af bestu golfvallararkítektum heims.

Æska Willie Park yngri

Willie Park yngri var fæddur í Musselburgh í Skotlandi, nálægt Edinborg. Pabbi hans Willie Park eldri var einn af toppkylfingum Skotlands og Willie yngri lærði golf frá æsku. Pabbi hans var með golfútbúnaðar bissness, sem gekk vel, hann framleiddi kylfur og bolta. Park eldri spilaði í áskorendamótum (ens. challenge matches) þar sem lagt var undir og keppti einnig í mótum atvinnumanna.

Völlur Royal Musselburgh golfklúbbsins í heimabæ fjölskyldunnar var einn af höfuðstöðvum golfíþróttarinnar á þessum tíma og meðal golfvalla þar sem Opna breska fór fram á árunum 1873-1891. Árið 1892 hætti völlurinn að koma til greina sem keppnisstaður og Muirfield, nýr völlur og heimavöllur the Honourable Company of Edinburgh Golfers kom í staðinn.

Willie Park eldri vann fyrsta Opna breska árið 1860 og vann það aftur í 3 skipti til viðbótar. Mungo Park bróður Willie eldra, vann mótið 1874. Djúpstæð samkeppni var milli Park og Morris fjölskyldnanna (einkum Tom Morris eldri og yngri), bæði í viðskiptum og úti á golfvelli mestalla 19. öld.

Opna breska

Willie Park yngri var kaddý og spilaði sjálfur sem atvinnukylfingur þar sem peningar voru lagðir undir frá því hann var unglingur. Hann þróaði með sér golfhæfileika og spilaði á fyrsta Opna breska 1880, þá 16 ára; á þeim tíma var hann þegar orðinn einn af bestu kylfingum Skotlands. Hann vann í golfútbúnaðarbissness fjölskyldu sinnar. Willie Park yngri sigraði á Opna breska 1887 og 1889. Seinna árið vann hann eftir umspil við Andrew Kirkaldy.  Á þeim árum sem Willie Park yngri keppti var hann 12 sinum á topp 10 á Opna breska og var aðeins tvívegis ekki meðal efstu 8 á árunum 1881-1892. Willie Park yngri var einkum þekktur fyrir frábært stutt spil, sem bætti upp ótraust langt spil hans. Hann er frægur fyrir að segja: „Maður sem púttar vel, getur spilað við hvern sem er.” (ens.: „A man who can putt is a match for anyone”).

Viðskiptamaðurinn Willie Park yngri

Á þessum tíma var erfitt er ekki ómögulegt fyrir kylfing að lifa af verðlaunafé einu saman. Willie Park yngri spilaði oft í áskorendamótum (ens.: challenge matches). Hann tók við fjölskyldu kylfu- og bolta smíðabissnessnum og hóf útflutning á framleiðslunni þegar golfíþróttin var farin að breiðast út á alþjóðavísu. Hann fékk einkaleyfi á ýmsum gerðum golfkylfa.

Heimild: Wikipedia