
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 28 – John Fredrick Abercrombie
John Fredrick Abercromby fæddist árið 1861 í Felixstowe og dó 1935 í Addington, Surrey. Hann var breskur golfvallar- arkitekt, uppi á gullöld golfvallararkítektúrsins.
John var læknasonur og fékk frá unga aldri að leika sér í golfi. Hann varð fljótt „scratch-kylfingur“ (þ.e. með fgj. 0) og tók með góðum árangri þátt í mótum í kringum London. „Aber“, en svo var uppnefni hans, tilheyrði hópi áhugakylfinga sem tókst að fá Willie Park yngri, sem meðlim í golfklúbb þeirra, Huntercombe, en staðurinn var mikilvægt upphaf í þróun byggingarlistar í golfi.
Um aldamótin 1900 var John Fredrick ráðinn ritri af fjárfesti sem bað hann nokkrum árum síðar að hanna og byggja golfvellina Sunningdale, Walton Heath og Woking.
Þar sem Aber hafði enga praktíska reynslu af golfvallarbyggingum þáði hann í upphafi ráð frá Willie Park yngri. Síðar tók hann þó alla ábyrgð t.d. á byggingu heiðargolfvallarins Worplesdon, sem opnaði 1908. Orðspor hans breiddist út og hann fékk annan stóran samning um byggingu golfvalar (Coombe Hill, 1909), en við byggingu þess vallar fór Aber m.a. upp í loftbelg til þess að finna bestu leguna, í gegnum skóginn fyrir golfvöllinn sinn. Þar með varð hann líkleg sá fyrsti til þess að skoða verkefni sitt að ofan, það sem nú er eins og hver önnur rútína golfvallarhönnuða.
Í kjölfarið hannaði hann og byggði, líkt og Willie Park yngri fyrr í Huntercombe, The Addington (1912), sem í dag telst meðal bestu verka hans. Í mörg ár var hann einskonar einræðisgóðgerðarherra staðarins og endurnýjaði hann árlega. Síðan bætti hann við öðrum velli, The New Course, sem ekki er lengur til í dag.
Eftir 1. heimstyrjöldina hóf Aber samtarf með Herbert Fowler og Tom Simpson, en aðeins Knole Park (1924), gamli völlurinn í Bovey Castle (1926) og Mill Hill (1927) má örugglega telja til verka hans. Golfvallarhönnun Abercrombie hafði tölverð áhrif.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open