Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 26 – James Braid

James Braid (f. 6 febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950) var skoskur atvinnukylfingur og ein af 3 golfgoðsögnum síns tíma; hinir voru Harry Vardon og John Henry Taylor. James Braid vann Opna breska risamótið 5 sinnum. Hann var líka golfvallararkítekt og golfbókarhöfundar.

James Braid fæddist í Earlsferry, Fife í Skotlandi og spilaði golf frá unga aldri. Hann starfaði sem kylfiusmiður áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi 1896. Leikur hans var í vandræðum vegna púttanna, en þau yfirvann hann þegar hann byrjaði að nota nýjan pútter úr áli, 1900. James Braid sigraði á Opna breska árin 1901, 1905, 1906, 1908 og 1910.

Auk þess sigraði Braid í fjórgang á British PGA Matchplay Championships  (1903, 1905, 1907 and 1911), sem og Opna franska, 1910. Hann var einnig í 2. sæti á Opna breska 1897 og 1909. Það að sigra á Opna breska tvö ár í röð eins og Braid gerði 1906 var nokkuð sem ekki var endurtekið fyrr en 2008 af Pádraig Harrington.

Árið 1912 söðlaði Braid um, dró sig úr keppnisgolfi og gerðist golfkennari í Walton Heath. Hann átti mjög farsælan feril sem golfvallarhönnuður og stundum er talað um hann sem upphafsmann „hundslapparinnar“, jafnvel þótt brautir með svipuðu lagi hefðu þekkst um aldir (t.d. Road holan á Old Course í St. Andrews). Meðal valla sem Braid hannaði eru „King´s Course“ og „Queen´s Course“ í Gleneagles og 1926 tók hann í gegn Carnoustie Golf Links fyrir Opna breska.

Golfvöllur Stranraer golfklúbbsins er sá síðasti sem Braid hannaði, en það var árið sem hann dó, þá 80 ára að aldri, 1950. Hann fékk bara ekki að setjast í helgan stein, verkefnin voru of mörg m.a. átti hann að hanna Creachmore golfvöllinn, en hann sá völlinn aldrei fullgerðan, þar sem hann dó í London eins og áður sagði 27. nóvember 1950.

Heimild: Wikipedia

James Braid er jafnframt sá fyrsti til þess að skrifa golfbók fyrir konur, en eintök af bókinni, sem kom út 1908 eru enn að seljast dýrum dómum á uppboðum – ein seldist t.d. nú fyrir skemmstu á $ 500,-

Ladies Field Golf Book eftir James Braid