Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 21 – John Ball

John Ball yngri (f. 24. desember 1861 – d. 2 desember 1940) var frægur enskur áhugamaður í golfi  á ofanverðri 19. öld og í byrjun 20. aldar.

John Ball yngri fæddist í Hoylake, Merseyside. Pabbi hans var velhafandi eigandi Royal Hotel, sem er nærri Royal Liverpool Golf Club í Hoylake. John Ball ólst upp við að spila golf sem unglingur á Royal Liverpool golfvellinum, sem var byggður þegar hann var strákur.

John Ball

Eftir sigur á The Amateur Championship 1888, varð Ball fyrsti Bretinn til þess að sigra Opna breska árið 1890. Sama ár vann hann 2. Amateur mót og var sá fyrsti til að vinna bæði mótin sama árið.

John Ball vann síðan Amateur mótið árin 1892, 1894, 1899, 1907, 1910, og 1912, sem er met í þessu móti eða 8 titla alls, auk þess sem hann varð tvívegis í 2. sæti. Ball dró sig í hlé með 99-22 árangur  (81.8%) í The Amateur Championship. Hann var líka í 2. sæti á Opna breska 1892.

Teikning af John Ball, sem birtist í Vanity Fair 1892.

John Ball dó í Holywell, Wales. Hann hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga árið 1977.

Alls vann John Ball 16 mót:

▪ 1888 The Amateur Championship

▪ 1888 St. George’s Challenge Cup

▪ 1889 St. George’s Challenge Cup

▪ 1890 The Amateur Championship

▪ 1890 St. George’s Challenge Cup

▪ 1899 The Open Championship

▪ 1891 St. George’s Challenge Cup

▪ 1892 The Amateur Championship

▪ 1893 Irish Amateur

▪ 1894 The Amateur Championship

▪ 1894 Irish Amateur

▪ 1899 The Amateur Championship

▪ 1899 Irish Amateur

▪ 1907 The Amateur Championship

▪ 1910 The Amateur Championship

▪ 1912 The Amateur Championship