Lady Margaret Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 20 – Lady Margaret Scott

Lady Margaret Rachel Scott er fædd 5. apríl 1874 um það leyti sem Kristján konungur IX. afhenti Íslendingum fyrstu stjórnarskránna um hin sérlegu málefni Íslands.

Lady Margaret var dóttir John Scott, 3. jarlsins af Eldon og sú 4. af 7 börnum hans.

Í skjóli forréttindastöðu sinnar var hún ein af fáum konum, sem fékk að leika sér í golfi, en hún þótti yfirburðakvenkylfingur á sínum tíma, sigraði m.a. fyrstu þrjú bresku kvenmeistaramótin í golfi (British Ladies Championships) árin 1893, 1894 og 1895.

Margir bræðra hennar voru líka í golfi: Michael Scott sigraði The Amateur Championship árið 1933, annar bróðir Osmund Scott var í 2. sæti á sama móti 1905 og bróðir hennar Denys Scott tók einnig þátt í mótinu.

Sjaldgæf mynd af Lady Margaret Scott (t.h.) og Isette Person á fyrsta British Ladies Amateur í Lytham, 1893.

Í tveimur fyrstu sigrum sínum vann Lady Margaret Scott, Isette Person, sem stofnaði og var fyrsti ritari sambands kvenkylfinga í Bretlandi (ens.: Ladies Golf Union).  Lady Margaret vann  7 & 5 árið  1893 og 3 & 2 árið 1894 og síðan sigraði hún Emmu Lythgoe 5 & 4 árið 1895. Eftir 3. sigurinn hætti Lady Margaret að keppa í golfi.

Samt nokkuð vel af sér vikið fyrir konu á þeim tíma, Lady Margaret Scott var uppi á!

Fjölskylduábyrgð tók við þegar hún giftist  Hon. Frederick Gustavus Hamilton-Russell árið 1897.

Lady Margaret Scott dó árið 1938, 63 ára að aldri.

Heimild: Wikipedia

Þessi grein greinarhöfundar hefir áður birst á iGolf.is í janúar 2011