Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 19 – Archie Simpson

Archibald (Archie) Simpson 1866 – 1955 var sæmilegur kylfingur en aðallega þekktur fyrir golfvallarhönun. Hann var fæddur inn í heldri fjölskyldu í Earlsferry (Fife) í Skotlandi. Eldri bróðir hans var Bob Simpson, frægur kylfusmiður í Carnoustie.

Archibald Simpson (1866-1955).

Archie, yngri bróðirinn, var svo sannarlega hæfileikaríkur kylfingur; hann var meðal efstu kylfinga nokkrum sinnum í röð á Opna breska á árunum 1880-1890. Hann var arkítekt og aðstoðaði Old Tom Morris (1821-1908) í að endurhanna Carnoustie golfvöllinn og Royal Aberdeen golfvöllinn í Balgownie. Hann hannaði völlinn í Nairn (1887). Árið 1891 varð  hann golfkennari í Royal Isle of Wight, en fór fljótt aftur aftur heim til Skotlands; fyrst Prestwick og síðan Carnoustie.  Hann varð golfkennari í Balgownie árið 1894. Þegar hann var þar átti hann að hanna golfvelli, sem hann og gerði, m.a vellina í Ballater  (1905), Balnagask í Torry (1906), Cruden Bay (1898) og Stonehaven (1896), ásamt einkagolfvelli á jörðum s.s. Glenmuick, Invercauld og Mar Lodge. Hann stækkaði Royal Aberdeen golfvöllinn (1905-10) og bætti við Murcar linksaranum 1909. Árið 1911  flutti hann sig um set yfir Atlantsála og tók við stöðu yfirkennara í Country Club of Detroit. Hann sneri aftur til Carnoustie árið 1922 og fór síðan aftur til Bandaríkjanna árið eftir, vann í Indiana, Illinois og Ohio og dó síðan í Detroit, Michigan.

Heimild: http://www.scottish-places.info