Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 18 – Andrew Kirkaldy

Andrew Kirkaldy (1860–1934) var skoskur atvinnukylfingur. Í fyrsta Opna breska, sem hann tók þátt í 1879 varð Andrew í 2. sæti á eftir Jamie Anderson á Old Course í St. Andrews. Í Opna breska 1889 á Musselburgh Links tapaði Andrew í bráðabana gegn Willie Park yngri.

Andrew Kirkaldy er hér vinstra meginn á myndinni

Og loks í Opna breska 1891 bar bróðir hans Hugh (Golf 1 fjallaði um hann í gær) sigurorð af honum og hann varð í 2. sæti ásamt Willie Fernie. Allt í allt varð Andrew Kirkaldy 14 sinnum á topp 10 og sex sinnum meðal topp-3 á Opna breska.

Heimild: Wikipedia