Þessi ljósmynd er frá fyrsta móti atvinnumanna í golfíþróttinni á Lytham golfvellinum, árið 1890. Hér eru nokkur kunnugleg nöfn fyrir þá sem fylgst hafa með kylfingum 19. aldar á Golf 1. Að aftan frá vinstri til hægri: George Lowe, Alex Herd, Jack Morris, Willie Campbell og Hugh Kirkaldy. Fremri röð frá vinstri til hægri: Willie Park yngri., Andrew Kirkaldy, Tom Morris, Willie Fernie, and Archie Simpson.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2011 | 21:00

Kylfingar 19 aldar: nr. 17 – Hugh Kirkaldy –

Hugh Kirkaldy (1865–1895) var skoskur kylfingur sem fæddur var í „vöggu golfíþróttarinnar”, St. Andrews.

Hugh Kirkaldy

Hann vann Opna breska árið 1891, þegar það var spilað á Old Course á St Andrews.  Mótið fór fram í október í slæmu veðri og sigurskorið var 166 högg á 36 holum. Hann bar sigurorð af bróður sínum, Andrew og Willie Fernie frá Troon og átti 2 högg á þá báða. Þetta var síðasta Opna breska, þar sem aðeins voru spilaðar 36 holur. Hugh Kirkaldy dó aðeins 3 árum eftir sigur sinn, úr lungnasjúkdómi, 29 ára að aldri.

Heimild: Wikipedia