
Kylfingar 19. aldar: nr. 16 Lucy Barnes Brown
Lucy Barnes Brown (fædd Lucy Nevins Barnes), fæddist 16. mars 1859 í New York City í Bandaríkjunum. Hún er þekktust fyrir að sigra á fyrsta US Women´s Amateur mótinu 1895.
Lucy giftist Charles Stelle Brown 1880 og keppti 1895 undir nafninu Frú Charles S. Browne og var fulltrúi Shinnecock Hills golfklúbbsins. Shinnecock Hills var með félaga á þeim árum í klúbbnum, sem hétu Barnes og bandaríska golfsambandið er með getgátur hvort Frú Brown hafi verið dóttir þeirra.
Bandaríska golfsambandið var nýstofnað 1894 og árið 1895 hélt það fyrstu mót sín US Amateur og US Open. Þann 9. nóvember 1895 var fyrsta US Women´s Amateur meistaramótið haldið í Meadow Brook Club í Town of Hempstead, New York. Leikfyrirkomulag var 18 holu höggleikur (holukeppni, sem er núverandi leikfyrirkomulag var farið að nota árið eftir). Þrettán konur kepptu og frú Brown vann sem fyrr segir með skor upp á 132 högg, sigraði Nellie C. Sargent með 2 höggum. Skorið upp á 132 högg var metið á kvennvellinum á þeim tíma. Frú Brown keppti ekki aftur í Women´s Amateur mótinu. Beatrix Hoyt (sem Golf 1 hefir áður fjallað um 4. nóvember s.l.) vann næstu 3 US Women´s Amateur mót.
Eiginmaður Lucy, Charles S. Brown, stofnaði fasteignafyrirtæki árið 1873 sem er enn starfandi í dag undir nafninu Brown Harris Stevens LLC. Eitt af börnum Lucy og Charles, Archibald M. Brown, var síðar forseti Shinnecock Hill Golf Club. Lucy og Charles voru enn á lífi í Manhattan 1920, en ekki er vitað um nákvæmt dánardægur Lucy.
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1