Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 20:50

Kylfingar 19. aldar: nr. 13 – Leslie Melville Balfour

Leslie Melville Balfour-Melville fæddist 1854 í Bonnington, Edinborg. Hann var lögfræðingur og samhliða því frábær alhliða íþróttamaður. Þann 29. júlí 1882 var hápunktur hans, sem íþróttamanns þegar hann leiddi lið Skotlands til sigurs í krikket gegn Ástralíu. En Leslie Melville Balfour var líka rugby liðsmaður og m.a. í alþjóðasambandi rugbyleikmanna, hann var góður tennisspilari, skautahlaupari, langstökkvari, billiardspilari og í krullu. Hann skaraði fram úr í golfi og sigraði m.a. The Amateur Championship á St. Andrews 1895.

Hann gegndi líka stjórnarstöðum í ýmsum íþróttasamböndum m.a. var hann forseti skoska rugbysambandsins, forseti skoska krikketsambandsins og fyrirliði (captain) Royal og Ancient Golf Club 1906. Leslie Balfour Melville dó 1937, 83 ára að aldri. Hann hlaut inngöngu í skosku íþróttarfrægðarhöllina 2002.

Heimild: Wikipedia