
Kylfingar 19. aldar: nr. 12 – Willie Dunn yngri
William Dunn yngri fæddist 4. febrúar 1864 (Wikipedia) eða 1865 (North Berwick Factfile) í Borough of Blackheath, í úthverfum London, þar sem pabbi hans William Dunn eldri var vallarstjóri og kylfusmiður. Við höfum seinustu daga lesið um bróður Willie Dunn yngri, Tom og syni hans Seymour Gourlay Dunn og John Duncan Dunn og jafnvel einn þekktasta nemanda John, Amy Pascoe, í gær.
Árið sem Willie Dunn yngri fæddist sneri fjölskylda hans aftur að Leith Thistle golfklúbbnum og bjuggu á 7 Vanburgh Place, Leith Links, Edinborg. Árið 1881 fluttist Willie Dunn yngri til North Berwick, þar sem eldri bróðir hans Tom Dunn vallarstjóri. Það var hér sem Willie yngri hóf nám sitt sem kylfusmiður ásamt bróður sínum Tom og Charles Gibson.
Willie Dunn yngri var aðeins 15 ára þegar hann spilaði í fyrsta leik sínum gegn Ben Sayers í North Berwick og sigraði. Jafnvel þó að Sayers hafi sigrað í næsta leik þeirra varð þetta til þess að Willie Dunn öðlaðist ákveðna frægð. Árið 1881 spiluðu þeir Sayers saman sem lið gegn Fernie-unum tveimur í St. Andrews og var peningur undir. Eftir 1. dag var allt jafnt, en á 2. degi unnu Dunn og Sayers með 5 högga mun. Willie tók þátt í Opna breska í fyrsta sinn í North Berwick 1883 og aftur 1884 og 1886.
Árið 1886 var Willie Dunn yngri beðinn af Horace Hutchinon að sér stjórn linksarans í Royal North Devon Golf Club í Westward Ho!. Dunn var þar í 1 ár og byggði m.a. núverandi völl. Árið 1888 fluttist hann til Royal Epping Forrest í Chingford og byggði golfvöll handa þeim. Hann var marga vetur í Biarritz í Frakklandi, þar sem bróðir hans hannaði völlinn, þrátt fyrir að vera í annarri vinnu í North Berwick (í Skotlandi).
Willie yngri var í Biarritz í 6 ár og 1891 töldu Duncan Cryden og Edward S. Mead fráDodd, Mead & Co hann á að koma til Bandaríkjanna. James Beveridge var kylfusmiður í Shinnecock og þekkti Willie Dunn þegar þeir bjuggu báðir og unnu í North Berwick. Willie byggði 12 holu golfvöll í Shinnecock og 9 holu völl fyrir konur. Fjórum árum síðar var sambland af golfvöllunum notað sem keppnisvöllur Opna bandaríska 1896. Willie Dunn yngri var fyrsti óopinberi golfmeistari Bandaríkjanna árið 1894 og lenti í 2. sæti á fyrsta opinbera Opna bandaríska 1895.
Árið 1896 eftir heimsóknir til Biarritz yfir vetrartímann fluttust Willie Dunn ásamt eiginkonu sinni og Willie Dunn (enn) yngri að Ardsley Country Club í New York. Það var hér sem hann stofnaði kylfusmíðaverkstæði og verslun sína og síðar fékk hann frænda sinn, John D. Dunn, til liðs við sig 1897. Willie opnaði golfverslun í New York og gerði tilraunir með stálsköft á kylfum og var fyrstur til þess að nota tí. Árið 1895 stofnaði hann fyrstu golfæfingaaðstöðuna innandyra þegar fyrirtæki hans fluttist að 9 East, 42 Street New York in 1898, í næsta nágrenni við fyrirtæki John D. Dunn. Árið 1900 byggði Willie Dunn yngri 9 holu einkagolfvöll fyrir John D Rockefeller á Tarrytown Estate eign þess síðarnefnda, í NY.
Þegar Dunn fór frá Royal North Devon Golf Club þá mælti hann með Charles Gibson frá North Berwick sem eftirmann sinn. Bert Way var lærlingur Willie Dunn í North Devon og þegar hann flutti sig til Shinnecock Hills, mælti Dunn með W.H. ‘Bert’ Way sem eftirmann sinn. John Forman kaddýinn frá Musselburgh fylgdi Willie Dunn tilt Ardsley og var hjá honum 1898-1901.
Flestir sagnfræðingar eru sammála um að áhrif Willie Dunn á þróun golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum fyrsta hluta 20. aldarinnar hafi verið veruleg. Á árunum fyrir 1920 fluttist Willie Dunn yngri til San Jose í Kaliforníu þar sem hann dró sig í hlé. Hann dó í London 52 ára að aldri.
Heimild: North Berwick Factfile og Wikipedia
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023