Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2011 | 21:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 10 – John Duncan Dunn

Hér að undanförnu höfum við birt greinar hér á Golf 1 um Willie Dunn eldri, son hans Tom Dunn, og son Tom, Seymour Gourlay Dunn.  Hér verður fjallað um annan son Tom, John Duncan Dunn.

John Duncan lærði að spila golf í North Berwick og var auk þess að vera frábær í golfi, góður sundmaður og var ágætur að sigla skútu. Hann var alhliða íþróttamaður, sterkur hlaupari og spilaði með skosku liði gegn Englendingum í fótbolta. Hann var valin til þess að vera í hjólaskautaliði Celtic, þegar þeir unnu meistaramótið og hann vann Hr. Steele, sem var fyrrum meistari Bretlands í 1 mílu hjólaskautahlaupi. John spilaði í rugby liði Bournemouth Rovers og var skytta í London Scottish Riffle Volunteers.

John Duncan Dunn var síðan frábær golfkennari. Meðal fyrstu nemenda hans var ungfrú Amy Pascoe, sem var breskur meistari í golfi 1896 (um hana verður fjallað hér á Golf 1 síðar).  John byggði marga golfvelli í Hollandi, þ.á.m. völlinn í Haag, Doornse, Haarlem og Arnheim.

Þegar John Dunn var 24 ára sigldi John frá Southampton til Bandaríkjanna á S.S. New York og kom á Ellis Island 27. mars 1897. Hann var skipaður aðstoðarmaður frænda síns Willie Dunn yngri á Ardsley golfvellinum. Frændi hans opnaði líka golfverlun í New York þar sem John setti saman kylfurnar sem voru fluttar inn frá Skotlandi. Síðar hóf hann eiginn bissness að 17 West, 42 Street, New York (1898-1904) og tók m.a. þátt í US Open 1898. Það ár var  John Dunn framkvæmdastjóri golfdeildar Overman Wheel Company of Chicopee Falls, Massachusetts. Árið 1899 hannaði hann Columbia golfvöllinn í Suður-Karólínu og árið 1900 varð hann staðgengill frænda síns í Bridgeport Gun Implement Co. og hafði yfirumsjón með hönnun og framleiðslu golfkylfa.

Á vetrarmánuðum skipulagði John golfkennslu og sýnikennslu og kom oft fram í fullum skoskum skrúða, m.a. í skotapilsi  og spilaði á sekkjapípu, sem hann lærði að spila á þegar hann var táningur í North Berwik og seinna meðan hann var í London Scottish Pipe Band. John Duncan Dunn spilaði á sekkjapípur fyrir Bandaríkjaforseta William McKinley árið 1898 í Lake Champlain Hotel í Vermont. Frændi John, John Dunn Tucker stækkaði völl nr. 1 í Pinehurst í 18 holur sem var upphaf mikillar golfhefðar í Norður-Karólínu.

Árið 1900 hönnuðu John D. Dunn og Walter Travis golfvöllinn í  Ekwanok Country Club, Manchester, Vermont, einn fyrsta völl sem borinn var saman við nokkra frægustu golfvelli Bretlands.

John kvæntist Norah Wilshire í Los Angeles árið1900 og það ár var hann ráðinn af Florida East Coast Railroad Company til þess að þróa golfhótel.  Meðal hótela sem John Duncan Dunn átti þátt að setja á laggirnar voru fræg golfhótel í  Belleair, Tampa, Kissimmee, Winter Park, Ocala, Ormond, Miami Golf Links, Palm Beach og St Augustine. John Dunn kvatti toppatvinnukylfingana til þess að verja vetrartímanum í Flórída og koma á hótelkeðju hans og kenna og spila golf við gestina. Hann skipulagði líka mót meðal atvinnumannanna sem urðu mjög vinsæl meðal áhorfenda og mjög ábatasöm á rólegu vetrarmánuðunum.  Eftir að vera á skautum í 2 vikur í desember í Central Park tók John Dunn alltaf gufuskip frá New York til Jacksonvillle í Flórída, þar sem var vel hlýtt. Til þess að komast á vellina þurftu kylfingar oft að taka annan bát til Key West og síðan annan gufudall til Miami.

Árið 1902 fluttist John Dunn til Kalíforníu og sótti um að fá að verða áhugamaður í golfi aftur og var skipaður ritari Ocean Park Country Club í Santa Monica. Árið 1906-08 vann hann í Frakklandi við Societe d’ Hardelot G.C nálægt Boulogne sem ritari og framkvæmdastjóri. John Dunn sneri aftur til Bandaríkjanna og var á samningi hjá  Pasadena golfvöllinn til 1919 og hannaði golfvelli í Old Brockway, Lake Tahoe (1922) og Los Serranos (1925). Hann var framkvæmdastjóri í Bullock’s Golf Shop í  Los Angeles (1924-26), skrifaði margar golfgreinar og kennslubækur í golfi s.s. Natural Golf – A Book Of Fundamentals (1931).

Heimild: North Berwick Factfile