Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 1 Old Tom Morris – fyrri hluti –

Thomas Mitchell Morris eldri f. 16. júní 1821 – d. 24. maí 1908 betur þekktur sem Old Tom Morris var frumkvöðull atvinnumennsku í golfi.  Hann fæddist á St. Andrews, Fife, Skotlandi í „vöggu golfíþróttarinnar“ þar sem frægi St. Andrews linksarinn er og hann dó þar líka.  Sonur hans var Tom Morris yngri, sem dó aðeins 24 ára að aldri 1875.

Old Tom Morris

Golfferill Old Tom Morris í æsku

Morris var sonur vefara og byrjaði aðeins 10 ára gamall að slá vínkorka, sem nagli hafði verið rekinn í um stræti bæjarins með heimatilbúinni kylfu og tók þátt í keppnum gegn öðrum krökkum, en þessi leikur nefndist „sillybodkins“.  Old Tom Morris byrjaði sem kaddý og spilaði golf frá unga aldri. Formlega var hann ráðinn nemi við 14 ára aldurinn af Allan Robertson, sem almennt er litið á sem fyrsta atvinnukylfinginn.  Robertson stjórnaði öllu á St. Andrews Links og rak kylfusmíðaverkstæði.  Old Tom Morris vann í 4 ár sem nemi og síðan önnur 5 ár sem „journeyman“ hjá Robertson, sem var á toppnum í heiminum 1843 og allt til dauðadags 1859. Frá því snemma árs 1840 valdi Robertson oft Old Tom Morris sem spilafélaga sinn í fjórmenning, sem var aðalkeppnisform þess tíma. Það er sagt að þeir tveir hafa aldrei tapað leik.  Lið þeirra var orðið þekkt sem „The Invincibles“ (Hinir ósigrandi).  Old Tom Morris var 20 ára gamall orðinn 2. besti kylfingurinn á St. Andrews og mjög nálægt Robertson í golfhæfileikum. Reyndar vann hann Robertson í óformlegri keppni milli þeirra á Old Course, árið 1843 en þessir tveir kylfingar spiluðu aldrei af neinni alvöru gegn hvor öðrum. Sem starfsmaður Robertsons, þá var Old Tom Morris í erfiðri stöðu.

Flutningurinn til Prestwick

Old Tom Morris vann hjá Robertson á St Andrews til ársins 1851, þegar honum var sagt upp á staðnum fyrir að hafa verið staðinn að því að spila með nýja gutty golfboltanum; Robertson gerði nefnilega góðan bissness með því að selja fjaðurfyllta leðurbolta, en fyrirtæki hans stóð ógn að nýju golfboltunum. Old Tom Morris var ráðinn til Prestwick þar sem var í bígerð að byggja golfvöll. Í Prestwick hannaði hann, byggði og viðhélt golfvellinum og hóf sinn eiginn bissness þar sem hann seldi gutty bolta og kylfur, gaf kylfingum góð ráð og stóð fyrir mótum. Hann hafði mikil áhrif á að Opna breska var hrundið úr vör árið 1860 og sló m.a. fyrsta höggið í því móti.

Endurkoman á  St Andrews

Old Tom Morris sneri aftur til St Andrews sem golfvallarstarfsmaður og golfkennari 1865 og fékk að launum  50 pund á ári, sem þótti gott. Leitast var eftir honum af Royal and Ancient, sem gaf út formlega beiðni 1864, þar sem þess var beiðst að hann yrði endurráðinn. St Andrews var þá í mjög bágbornu ástandi og fyrsta verk Old Tom var að bæta þar úr. Hann gerði það með því að breikka brautirnar, stækka flatirnar og beita viðhaldsaðferðum, sem hann hafði þróað í Prestwick og eins byggði hann 2 nýjar flatir (þá fyrstu og átjándu) og „stjórnaði“ hindrununum. Hann var í embætti allt fram til ársins 1903, allt í allt 38 ár og þar á eftir var hann á eftirlaunum hjá R & A á fullum launum.

Heimild: Wikipedia