Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 1 Old Tom Morris – seinni hluti –

Hápunktar keppnisferilsins

Old Tom Morris vann sem golfvallarstarfsmaður, kylfu- og boltasmiður, golfkennari og golfvallarhönnuður auk þess að spila í holukeppnum og golfkeppnum almennt. Hann varð í 2. sæti á fyrsta Opna breska mótinu 1860 og vann árið á eftir. Hann vann þrjá frekari sigra á Opna breska 1862, 1864 og 1867.  Met hans sem elsti sigurvegari Opna breska stendur enn, 46 ár. Eins eru hann og sonur hans, Tom Morris yngri, einu feðgarnir sem náð hafa 1. og 2. sæti í mótinu.

Old Tom Morris átti metið yfir sigur með mesta mun í risamóti (13 högg í Opna breska 1872) allt þar til Tiger Woods sló það árið 2000 í Opna bandaríska, en þar átti Tiger 15 högg á næsta mann.  Old Tom Moris er 2. kylfingurinn til þess að „breaka” 80 á Old Course, var á 79: Allan Robertson tókst það fyrstum allra. Þegar sonur hans, Tom Morris yngri varð góður í golfi um miðbik unglingsáranna svona kringum miðbik 1860, mynduðu þeir feðgar lið og skoruðu á aðra í fjórmenning.  Þeir voru nær undantekningarlítið lið allt þar til Tom Morris yngri dó 1875.

 

Golfvallarhönnun og nýjungar í umhirðu golfvalla 

Old Tom Morris átti þátt í hönnun golfvalla um allt Bretland. Hann byrjaði á því að aðstoða Robertson að hanna fyrstu 10 holurnar á Carnoustie, árið 1842. Meðal seinni verka hans eru Kinghorn Golf Club, 1887; Prestwick, Muirfield; Jubilee golfvöllurinn í St. Andrews, Balcomie (Crail); Moray, Askernish í South Uist; Lahinch og Rosapenna á Írlandi og Warkworth og Royal North Devon Club (Westward Ho!) á Englandi.

Old Tom Morris er einnig nefndur faðir nútíma golfvallarviðhalds. Hann kynnti nýtt konsept um að sanda flatir, sem hjálpaði grasvextinum umtalsvert.  Hann var með margar nýjungar og hugmyndir um gras og golfvallarstjórn, fjarlægðastikur, og það. að hirða hindranir (en fyrir hans daga voru sandglompur bara látnar óhirtar og urðu þ.a.l. oft alvöru hindranir). Hann var sá fyrsti til að nóta garðsláttuvél til þess að slá flatirnar. Hann bætti St. Andrews með því að breikka brautirnar til þess að mæta vaxandi golfleik, stækka flatirnar og koma fyrir mismunandi teigum við hverja braut; þetta leiddi til þess að álag á brautunum breiddist yfir stærra svæði og það hafði aftur í för með sér að farið var betur með gras vallarins.  Í golfvallarhönnun sinni staðlaði hann lengd golfvalla við 18 holur (en St. Andrews var eitt sinn 23 holu völlur) og innleiddi konseptið um 9 holurnar að klúbbhúsinu. Hann innleiddi líka nútímahugmyndina um hindranir og leiðir kringum þær, sem var upphafið að strategískri hönnun, sem hefir verið ráðandi í golfvallarhönnun allar götur síðan. Fyrir þennan tíma var litið á hindranir sem byrðar sem varð að bera eða voru til þess að refsa fyrir þau högg sem fóru af leið.

 

Dauðinn

Old Tom Morris hélt áfram að vinna allt fram til dauðadags, rétt fyrir 87 ára afmælið.  Hann dó eftir fall niður tröppur á nýja golfvellinum í St. Andrews.  Old Tom Morris er grafinn í kirkjugarðinum kringum St Andrews Cathedral og er áfangastaður þúsunda golfpílagríma sem koma og heimsækja gröf hans.

Heimild: Wikipedia