Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2015 | 10:00

Kvennasveit GR T-4 f. lokahringinn á European Ladies Clup Trophy – Saga á 65!!!

Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur er að gera góða hluti í „European Ladies‘ Club Trophy“ sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana, 1. – 3. október 2015.

Mótinu lýkur í dag.

Sveit GR er skipuð þeim Berglindi Björnsdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Sögu Traustadóttur.

Sem stendur er sveit GR í 4.-5. sæti.

Eftir 2. dag var það Saga sem lék best allra í sveit GR eða á samtals 7 yfir pari, 147 höggum (82 65) og sveiflan hjá Sögu 17 högg!!

Berglind lék fyrstu 2 hringina næstbest á 8 yfir pari (76 72) og Ragnhildur lék fyrstu 2 hringina á 9 yfir pari (79 70).

Hægt er að fylgjast með uppfærslu á stöðunni beint á eftirfarandi síðu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: