Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2015 | 09:00

Kvennalandsliðið hefur keppni á EM

Kvennalandsliðið í golfi hefur leik á miðvikudaignn á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á Helsingör golfvellinum í Danmörku.

Keppnisvöllurinn er einn sá elsti í Danmörku og er hann 5.321 metrar að lengd af þeim teigum sem notaðir verða.

Þátttökuþjóðirnar eru alls 21 og verða leiknar 36 holur í höggleikskeppni áður en þjóðunum verður raðað í A- B- og C-riðil, (8, 8 og 5 þjóðir).

Í riðlakeppninni er leikinn holukeppni, tvær umferðir á dag, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi.

Í B og C riðli er leikin ein umferð daglega, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar.

Íslenska landsliðið er þannig skipað: Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GM), Karen Guðnadóttir (GS), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Sunna Víðisdóttir (GR),

Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson. Liðsstjóri/sjúkraþjálfari: Hulda Soffía Hermannsdóttir.

Komast má á heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR:

Texti: GSÍ