Kuchar ver Rory
Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er alltaf jákvæður og virðist alltaf vera brosandi og það gerir hann að einum ástsælasta bandaríska kylfingnum.
Hann hefir nú komið Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, til varnar en Rory hefir sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera svo gálaus að taka þátt í fótboltaleik og slíta liðband í ökkla, þannig að hann verður nú líklegast af Opna breska risamótinu.
Kuchar hefir komið fram og sagt að kylfingar geti bara einfaldlega ekki lifað í varnarblöðru (ens.: bubble) til þess að forðast allskyns ófyrirsjáanleg meiðsl og jafnframt sagði Kuchar að hann vonaðist að Rory næði sér af ökklameiðslum sínum fljótt.
Rory hefir þegar dregið sig úr Aberdeen Asset Management Scottish Open og jafnvel þótt hann hafi ekki útilokað að hann taki enn þátt og reyni að verja titil sinn á Opna breska á St Andrews í næstu viku, þar sem hann getur gengið stutta vegalengd óstuddur, þá virðast líkurnar á móti því að hann spili.
Þessi ákvörðun Rory að spila fótbolta með nokkrum vina sinna á miðju keppnistímabili hefir verið talin gáleysisleg og hefir sætt gagnrýni hjá mörgum sérstaklega nú þegar hann þarf líklega að vera í lengri tíma frá keppnisgolfi og svo þegar hann er búinn að ná sér tekur óratíma fyrir hann að koma sér aftur í form.
Kuchar, sem er núverandi nr. 17 á heimslistanum, þekkir vel af eiginn reynslu hvernig hægt er að hljóta meiðsl við hversdagslegar að því er virðist óhættulegar athafnir.
Hann missti af PGA Championship í Valhalla í fyrra – móti sem Rory sigraði á – eftir að hann stífnaði í baki eftir að hafa verið fastur í umferðarhnút þegar hann var á leið í verslun að kaupa vatnsrennibraut handa börnum sínum.
„Ég gerði ekki neitt,“ sagði Kuchar. „Ég bara sat í bílnum í langan tíma og bakið á mér stirðnaði upp og ég gat ekki spilað.“
„Það er aldrei gaman að missa af móti og það væri sérlega erfitt ef hann [Rory] yrði að missa af Opna breska. En ég held bara að það sé ekki hægt að hætta að lifa lífi sínu.“
„Það er ekki hægt að vera með varnarblöðru [ens. bubble] utan um sig. Það er hægt að ganga niður götuna að næsta kaffihúsi og snúa sig um ökklann. Maður getur ekkert komið í veg fyrir suma hluti. Og svo held ég ekki að maður ætti að hætta að gera það, sem maður hefir alltaf gert fram að deginum í dag.„
„Þannig að þetta er miður, en ég vil ekki segja að hann hafi tekið hræðilega ákvörðun í því sem hann gerði. Þetta er bara óheppni og þessir hlutir gerast.“
Kuchar hefir ekki keppt frá því að hann varð í 12. sæti á Opna bandaríska, en það var ákvörðun, sem hinum 36 ára Kuchar fannst erfitt að taka, eftir að hafa verið nokkuð ánægður með frammistöðu sína á Chambers Bay.
„Mér finnst leikur minn í fínu standi,“ bætti hinn 7-faldi sigurvegari á PGA Tour (Kuchar) við. „Ég spilaði vel á Opna bandaríska.„
„Mér fannst ég gera mikið af góðum hlutum. Ég tók mér 2 vikna frí og það var erfitt að spila ekki vegna þess að ég vissi að ég var í góðu formi og ég er spenntur að vera hér, enn í góðu formi.“
„Ég á eftir að spila stóran hluta dagskrárinnar og byrja hér á Bretlandseyjum og síðan tekur bara við eitt stóra mótið eftir því næsta frá og með þessari viku.„
Kuchar finnst það að spila á Gullane sé ágætist upphitun fyrir Opna breska og bætti við: „Maður er bara hérna að venja sig við tímamismuninn, veðrið og golfið. Þetta er frábær upphitun.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
