Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 10:00

Krókódíll drepur kylfing í S-Afríku

Jacques Van Sandt, 29 ára,  lét líf sitt í Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku eftir að krókódíll réðist á hann  og beit hann til dauða.  Jacques og vinur hans voru við golfleik á Skukuza golfvellinum (Sjá kynningu Golf 1 á Skukuza með því að SMELLA HÉR:)

Gerð var mikil leit að krókódílnum sem dró Jacques út í tjörn, Lake Panic, krókódíllinn fannst, var drepinn og slægður en engar leifar fundust af Jacques.

Lík unga mannsins fannst síðar og var það heilt utan þess að bitför eftir krókódílinn voru á því.

Jacques var sonur Schalk og Lorretha van der Sandt, en foreldrar Jacques hafa unnið í þjóðgarðinum í 22 ár þ.e. frá árinu 1992.

Jacques ætlaði að biðja kærustu sína Suzelle Wilson að kvænast sér nú um jólin.