Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2018 | 18:00

Kristófer Tjörvi bestur 5 íslenskra keppenda í Portúgal e. 2. dag

Fimm íslenskir piltar eru við keppni á Portuguese Intercollegiate Open, sem er hluti Global Junior Golf mótaraðarinnar.

Mótið fer fram dagana 16.-18. febrúar 2018 og lýkur á morgun.

Íslensku piltarnir sem eru við keppni eru eftifarandi:  Daníel Ingi Sigurjónsson, GV;  Daníel Ísak Steinarsson, GK; Kristófer Tjörvi Einarsson, GV; Lárus Garðar Long, GV og Nökkvi Snær Óðinsson, GV.

Af þeim er Kristófer Tjörvi búinn að standa sig best, sbr. eftirfarandi skor eftir 2. keppnisdag: 

16. sæti Kristófer Tjörvi Einarsson 10 yfir pari, 154 högg (79 75).

34. sæti Daníel Ísak Steinarsson 14 yfir pari, 158 högg (83 75).

T-40 Daníel Ingi Sigurjónsson 16 yfir pari, 160 högg (80 80).

74. sæti Lárus Garðar Long, 28 yfir pari, 172 högg (91 81).

82. sæti Nökkvi Snær Óðinsson, 42 yfir pari, 186 högg (96 90).

Sjá má stöðuna í heild á Portuguese Intercollegiate Open með því að SMELLA HÉR: