Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 17:00

Kristófer Orri bestur íslensku keppendanna á EM piltalandsliða e. 2. dag

Kristófer Orri Þórðarson, GKG lék best af íslensku piltunum á EM piltalandsliða í dag, 2. keppnisdag.

Kristófer Orri er búinn að eiga tvo glæsihringi upp á 1 yfir pari, hvorn og er því á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73).

Leikið er í Oslo golfklúbbnum í Noregi og eru þátttakendur piltalandsliðanna 96 talsins eða alls 16 lið frá jafnmörgum þjóðum.

Sem stendur er lið Íslands í 8.-9. sæti ásamt piltalandsliði Frakka.

Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið og stöðuna.með því að SMELLA HÉR: 

T27 – Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,  samtals á  2 yfir pari, 146 höggum (73 73).

T35 – Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,samtals á  3 yfir pari, 147 höggum (73 74).

T43 – Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis,  samtals á  4 yfir pari, 148 höggum (71 77)

T85 – Henning Darri Þórðarson Golfklúbbnum Keili,  samtals á  11 yfir pari, 155 höggum (76 79).

T86 – Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili,  samtals á  12 yfir pari, 156 höggum (75 81).

93 – Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,  samtals á  19 yfir pari, 163 höggum (81 82).

 

Þjálfari: Úlfar Jónsson

Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson