Kristófer Karl Karlsson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2021 | 18:00

Kristófer Karl íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020

Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020.

Kjörinu var lýst þann 6. janúar s.l. Cecilia Rán Rúnarsdóttir, knattspyrnukona úr Fylki, var kjörin íþróttakona ársins í Mosfellsbæ.

Kristófer Karl náði frábærum árangri á árinu 2020. Hann varð Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs í holukeppni og höggleik. Hann varð einnig stigameistari í þessum aldursflokki á unglingamótaröð GSÍ. Kristófer Karl er klúbbmeistari GM 2020 en hann valinn í A-landsliði karla sem tók þátt á EM í liðakeppni í Hollandi þar sem að Ísland endaði í 9. sæti.

Kjörið fór fram í 29. sinn og fór athöfnin fram í nýrri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Texti og mynd: GSÍ