Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2015 | 07:00

Kristján Þór valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar

Þann 22. janúar 2015 var Kristján Þór Einarsson, GM,  valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2014.

Kristján átti frábært ár en hann varð Íslandsmeistari í Holukeppni karla sem fram fór á Hvaleyrarvelli.

Kristján Þór Einarsson, GKJ, 2014 Icelandic Champion in Match Play. Photo: Golf 1

Kristján Þór Einarsson, GKJ Íslandsmeistari í holukeppni 2014. . Mynd  Golf 1

Kristján sigraði á tveimur mótum til viðbótar á Eimskipsmótaröðinni og varð með því stigameistari GSÍ árið 2014. Ennfremur hlaut Kristján Júlíusarbikarinn fyrir lægsta meðalskor á Eimskipsmótaröðinni eða 71,37 högg.

Kristján lauk síðan árinu með því að vera valinn í afrekshóp GSÍ .

Golf 1 óskar Kristjáni Þór innilega til hamingju með heiðurstitilinn!!