Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 20:00

Kristján Benedikt T-7 e. 2. dag á European Young Masters

Það eru 4 ungmenni sem taka þátt fyrir Íslands hönd á European Young Masters: Kristján Benedikt Sveinsson, GA; Ólöf María Einarsdóttir, GHD; Arnór Snær Guðmundsson, GHD og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR.

Leikið er í Domain Impérial, í Sviss og eru keppendur 54 annars vegar í piltaflokki og hins vegar í stúlknaflokki.

Sá sem staðið hefir sig langbest er Kristján Benedikt Sveinsson en hann er T-7 eftir 2 keppnisdaga; búinn að spila á samtals  2 yfir pari, 146 höggum (75 71).   Hann lék á 1 undir pari í dag.

Arnór Snær er T-47 á 17 yfir pari (79 82).

Ólöf María er T-39 í móti stúlkna og Gerður Hrönn T-47.

Til þess að sjá stöðuna á European Young Masters SMELLIÐ HÉR: