Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 06:00

Kristinn Daníelsson nýr framkvæmdastjóri Golfklúbbs Hveragerðis (GHG)

Kristinn Daníelsson hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Hveragerðis.

Kristinn Daníelsson, GHG

Kristinn hefir verið gjaldkeri í stjórn klúbbsins undanfarin ár og þekkir því vel til starfseminnar. Kristinn er vélfræðingur að mennt og hefur langa reynslu af stjórnun og rekstri. Hann hefir m.a. starfað síðustu 2 árin, sem verslunarstjóri hjá Kraftvélum ehf.

Heimild: Heimasíða GHG