Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 04:00

Krakki klæðir sig eins og Andrew „Beef“ Johnston f. Hrekkjavöku

Mánudaginn 31. október n.k. er Hrekkjavaka (ens.: Halloween)  í Bandaríkjunum og margir farnir að huga að búningum fyrir daginn skemmtilega!

Málið er að vera eins ógnvænlegur og mögulega.

Einn krakkinn vildi endilega klæða sig upp og líta út eins og kylfingurinn Andrew „Beef“ Johnston, en sá fékk nú nýlega kortið sitt á PGA Tour í gegnum Web.com.

Móðir drengsins póstaði mynd af honum á Twitter og sagði að sonur hennar hefði sagst vilja líta út eins og „Beef“ þessa Hrekkjaöku.

Andrew „Beef" Johnston

Andrew „Beef“ Johnston

Alvöru „Beef“-inn sá myndina og tvítaði tilbaka: „:-) 🙂 🙂 You sayin I look scary. Haha I love it!“

(Lausleg þýðing: 🙂 🙂 🙂 Ertu að segja að ég líti ógnvænlega út. Haha elska það!)

Johnston tekur nú í vikunni þátt í British Masters og byrjar vel, er í hóp 7 sem deila 5. sætinu eftir 67 högga opnunarhring.