Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2023 | 21:30

KPMG Women’s PGA Championship 2023: Yin Ruoning sigraði!

Það var Yin Ruoning frá Kína sem stóð uppi sem sigurvegari á 2. kvenrisamótinu 2023; PGA Championship.

Mótið fór fram á Lower Course á Baltusrol, í Springfield, New Jersey, dagana 22.-25. júní 2023.

Sigurskor Ruoning var 8 undir pari, 276 högg (67 – 73 – 69 – 67). Fyrir sigurinn hlaut Ruoning $ 1,5 milljón (u.þ.b.

215 milljónir íslenskra króna).

Yuka Saso frá Japan varð í 2. sæti á samtals 7 undir pari og 5 kylfingar deildu með sér 3. sætinu  á samtals 6 undir pari. Það voru þær Anna Nordqvist frá Svíþjóð; hin spænska Carlota Ciganda; Stephanie Meadow frá Englandi; Megan Khang frá Bandríkjunum og Xiyu Lin frá Kína.

Sigurvegarinn Yin Ruoning er fædd 28. september 2002 í Shanghai og því 21 árs. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2020 og hefir þegar sigrað tvívegis á LPGA, en þetta er 2. sigur hennar á þeirri mótaröð, en 1. risamótssigur hennar.  Alls á hún í beltinu 5 atvinnumótssigra. Ruoning er 2. kylfingurinn frá Kína til þess að sigra á LPGA.

Sjá má lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Yin Ruoning. Mynd: LPGA