Nr. 5 á Rolex-heimslistanum In Gee Chun
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 22:00

KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn

KPMG PGA Women’s Championship risamótið fer nú fram í Congressional Country Club, í Bethesda, Maryland, dagana 21. – 26. júní 2022.

Fyrir lokahringinn leiðir In Gee Chun frá S-Kóreu. Hún er búin að spila á samtals 8 undir pari (64 69 75).

Chun hefir 3 högga forystu á þær sem deila 2. sætinu en það eru: Lexi Thompson, Hye-Jin Choi og Sei Young Kim.

Ein í 5. sætinu er síðan hin ástralska Hannah Greene, á samtals 4 undir pari.

Búið er að tvöfalda vinningsfé í mótinu um helming, en það var í 4,5 milljónum bandaríkjadala en er nú $ 9 milljónir.

Sjá má stöðuna á KPMG PGA Women´s Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: In Gee Chun hefir ástæðu til að brosa breitt.