Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2015 | 09:00

Kostuðu slæmar flatir DJ risatitil?

Spurningin er hvort flatirnar slæmu á Chambers Bay hafi kostað Dustin Johnson (DJ) Opna bandaríska risatitilinn?

Auðvitað ekki svara eflaust margir – það voru jú allir leikmennirnir að spila við sömu aðstæður og þá verður þetta keppni um hver höndlaði erfiðleikana best.

Engu að síður ósanngjarnt því styrkleikar manna í golfinu liggja oft í svo ólíkum þáttum.

Aðspurður hvort flatirnar hafi kostað hann titilinn var DJ hikandi að taka undir það.

Hann sagði flatirnar ekkert hafa verið góðar, hann hafi gert sitt besta til að pútta og reyndar fundist hann ekki hafa verið að pútta illa, það hafi bara ekkert dottið. Hver kannast ekki við það?