
Korpan – Golfvöllur með SÁL því dómnefnd ákvað að nöfnin á lykkjunum skyldu vera Sjórinn, Áin og Landið
Sem kunnugt er verður Korpan fyrst íslenskra golfvalla að 27 holu velli. Efnt var til samkeppni um nöfnin á sérhverjum hinna þriggja 9-holu hluta, eða lykkjum á vellinum. Skipuð var dómnefnd til að velja flottustu nöfnin og var niðurstaða dómnefndar eftirfarandi skv. frétt á heimasíðu GR, grgolf.is:
„Tillögurnar sem bárust um nöfn á 9 holu lykkjurnar þrjár á golfvellinum á Korpúlfsstöðum reyndust 21 og komu frá 13 aðilum. Merkilegur samhljómur var í flestum tillagnanna að því leyti að nöfnin voru sótt í staðhætti á Korpúlfsstöðum. Fyrsta lykkjan, holur 1-9, liggur líkt og nú meðfram sjónum. Meðal tillagna um nafn voru ströndin, sjórinn, sundin og vogurinn. Önnur lykkjan, holur 10-18, liggur að mestu meðfram Korpu eða Úlfarsá, hvort nafnið sem við notum. Meðal tillagna um nafn voru bakkinn, áin, lækurinn, Korpa og Úlfarsá, allt nöfn sem tengjast því mikilvæga hlutverki sem áin hefur í ásýnd þessa hluta vallarins. Tillögur um nafn á þriðju lykkjuna, holur 19-27, voru fjölbreyttari. Þessi hluti vallarins er lengra frá sjónum, laustengdari ánni og í ákveðnum skilningi lengra inni í landi en hinar lykkjurnar. Meðal tillagna var landið, víðáttan, Stekkur, melurinn, torgið, brekkan og túnið.
Dómnefnd var sammála um að vel færi á því að þau nöfn sem valin yrðu væru lýsandi fyrir aðstæður á viðkomandi svæði. Best væri að nafnið eitt vísaði veginn að viðkomandi hluta vallarins. Álitamál er hvort nafnið Sjórinn eða Ströndin lýsir betur fyrsta hluta vallarins. Á sama hátt er vafi um hvort nafnið Áin eða Bakkinn tengist betur umhverfi árinnar. Minnsti vafinn þótti um þriðju lykkjuna. Þar þótti nafnið Landið lýsa aðstæðum best.
Niðurstaða nefndarinnar varð sú að gera tillögu til stjórnar GR um að valin yrðu nöfnin Sjórinn, Áin og Landið. Gott innbyrðis samræmi er
í nöfnunum og þau eru í senn einföld og falleg og vel lýsandi fyrir höfuðeinkenni viðkomandi hluta Korpúlfsstaðavallarins.
Við merkingu vallarins gefst kostur á að undirstrika sérkenni hvers hluta vallarins. Blár litur tengist ánni. Rautt endurspeglar kvöldroðann sem myndast þegar sólin sest í sjóinn.
Sú guli hæfir vel sem einkennislitur landsins. Litirnir og nöfnin verða þannig einkenni viðkomandi hluta vallarins. Þá hugsun má svo þróa áfram t.d. við gerð skorkorta, teigmerkinga og flatarfána.
Haraldur Hilmar Heimisson á heiðurinn að tillögunni sem dómnefnd taldi besta.
Dómnefnd skipuðu Gestur Jónsson, Björn Víglundsson og Valfríður Möller. Dómnefndin naut ráðgjafar GR- ingsins Jónasar Ólafssonar hjá Íslensku auglýsingastofunni.“
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge