Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:15

Konurnar stálu senunni í Golf Sixes

Liðin Konur Englandi og Konur Evrópa í Golf Sixes eru bæði komin áfram í 8 liða úrslit, sem keppt verður í á morgun.

Þetta var sögulegur dagur í Centurion klúbbnum, þar sem Golf Sixes fer fram.

Golf Sixes er nýstárlegt að því leyti að þar hefja 16 tveggja manna lið leik – nýjungagirnin náði nýjum hæðum í ár, þar sem teflt er fram tveimur liðum sem samanstanda einvörðungu af kvenkylfingum og einu „blönduðu liði“ þ.e. liði sem hefir á að skipa karl- og kvenkylfingi.

Liðið Konur Evrópu skipað Carlotu Ciganda og Mel Reid vann liðið sem átti titil að verja þ.e. lið Danmerkur og varð í 2. sæti í sínum riðli, þ.e. riðli A og Konur England, skipað Georgiu Hall og Charley Hull fylgdi þeim í undanúrslitin.

Eftir að hafa náð að halda jöfnu gegn liðinu Karlmenn England og eftir að hafa sigrað S-Afríku, töpuðu stöllurnar Hall og Hull fyrir liði Svíþjóðar Alexander Björk og Joakim Lagergren, en fóru áfram vegna þess að þær höfðu unnið fleiri holur.  Þ.a.l. varð liðið Konur England (Hall og Hull) í 2. sæti í D riðli og munu næst mæta liði Írlands sem vann riðil C.

Ástralía sigraði í B-riðili og verður mótherji liðs Kvenna Evrópu, en Thaíland mætir S-Kóreu á morgun.

Spennandi mót!!!

Aðalfréttagluggi: Charley Hull og Georgia Hall fagna. Mynd: Evróputúrinn