Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2016 | 19:19

Konan eða golfið? „Ég mun hennar sakna“ með Bronz – Myndskeið

Gaman að rifja upp skemmtiatriði á herrakvöldum – sérstaklega þegar við konurnar höfum ekki aðgang að þeim heimi!

Hér má rifja upp eitt lag sem heyrðist á skemmtikvöldi Tuddana, sem blása árlega til gríðarlega veglegs herrakvölds.

Í laginu, sem hljómsveitin Bronz flytur, er fjallað um grundvallarspurninguna, sem sérhver karlkylfingur stendur frammi fyrir einhvern tímann á ævinni hvort fremur eigi að eiga forgang í lífi hans: golfíþróttin eða konan.

Sumir þeir heppnari eiga konur sem spila golf og aðrir beinlínis konur sem hvetja þá og styðja í golfinu,  hvernig sem á það er litið, þannig að konur þurfa ekkert að vera alslæmar.

Titill lagsins svarar í raun hvað varð fyrir valinu í því tiltekna tilviki sem um ræðir og hefir verið efni í fjölda golfbrandara.

Hér má sjá „Ég mun hennar sakna“ með Bronz SMELLIÐ HÉR: