Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 06:00

Ko staðfestir þátttöku í Opna kanadíska

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, hefir staðfest að hún muni taka þátt í Opna kanadíska, sem hefst aðeins 5 dögum eftir að keppni kvenkylfinga á Ólympíuleikunum í Brasilíu lýkur.

Ko var í Calgary í þessari viku að taka út  Priddis Greens Golf and Country Club, þar sem Opna kanadíska hefst 25. ágúst n.k.

Kanada á sérstakan stað í hjarta Ko því þar varð hinn 19 ára golfdrottning yngsti sigurvegari mótsins árið 2012, aðeins 15 ára.

Ko hefir síðan þá sigrað í mótinu 3 sinnum af síðustu 4 sem haldin hafa verið.

Tryggð hennar við mótið þýðir að hún verður að hrista af sér alla Ólympíu þreytu, en hún þykir líklegust kvenkylfinga til að standa uppi með gullmedalíu í kvenagolfinu á Ólympíuleikunum 2016.