Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2017 | 08:41

Ko segir kylfusveini sínum upp

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko er enn að gera breytingar hjá sér.

Lotte Championship á Hawaii var síðasta mót hennar með kylfusveini sínum Gary Matthews.

Hún var búin að ráða Matthews til að bera pokann fyrir hana í 9 mótum, því fyrsta Toto Japan Classic, en var ekki ánægð þannig að ekki er um framlengingu á vist hans að ræða.

Hún varð 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum þar sem hann var á pokanum hjá henni og á LOTTE mótinu varð hún T-2. Sigrana vantar!

Ko sigraði 10 sinnum á 2 árum með hinum reynda Jason Hamilton á pokanum.

Hún á enn eftir að taka ákvörðun um hver kemur í stað Matthews.

Næsta mót Lydiu Ko er Volunteers of America Texas Shootout í Irving, Texas, 27.-30. apríl nk.

Ko hefir ekki haldist lengi á kylfusveinum. Eftir að hún var útnefnd Louise Suggs Rolex nýliði ársins 2014, þá gátu menn ekki varist brosi þegar hún þakkaði öllum sem verið hafa á pokanum hjá henni.

„Þetta er það fyndna, sjáið þið,” sagði hún. „Ég vil þakka Scott, Mark, Steve, Steve, Domingo, Fluff, Greg, Jason.”