Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2016 | 08:30

Ko meðal kóngafólks

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, hin ný-sjálenska Lydia Ko,  lét taka myndir af sér með kóngafólki, þ.e. bæði hefðbundnu og síðan einnig úr íþróttaheiminum.

M.ö.o. Ko hitti Harry prins á Invictus leikunum, sem fram fara í Orlandó, Florida og einnig Ian Thorpe sundkóng.

Invictus leikarnir eru alþjóðlegir, fjölíþrótta leikar sem fram fara til styrktar særðum og sjúkum hermönnum.

Á heimasíðu sína skrifaði Ko m.a. um hversu stolt hún væri að tengjast leikunum sbr.:

Very proud and honored to be @invictusorlando ambassador. The games are an amazing way to thank and honor the brave men and women and their families who have served and sacrificed for our countries! So inspired and blessed to be involved 🙂 #invictusgames2016 #IAm #ThankYou

(Lausleg þýðing: „Ég er mjög stolt og þykir heiður af því að vera @invictusorlando sendiherrann. Leikarnir eru frábær leið til að þakka og heiðra þá kjörkuðu menn og konur og fjölskyldur þeirra sem hafa þjónað og fórnað fyrir ættjarðir okkar! Ég er svo innblásin og finnst blessun að hafa fengið að taka þátt:)  #invictusgames2016 #Ég er #Þakka ykkur“)