Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 10:00

Ko meðal 100 áhrifaríkustu skv. Time!

Lydia Ko, sem sigraði nú um helgina á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður í golfi og í 3. móti sínu á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA,  hefir verið talin ein af 100 áhrifaríkustu einstaklingum heims af tímaritinu Time.

Þetta er 11. árið í röð sem Time stendur fyrir lista þar sem 100 áhrifaríkustu samtímamannanna er getið og í ár er Ko eini kylfingurinn, sem kemst á listann.

Tölublað Time með listanum kemur út mánudaginn 5. maí n.k.

„Ég er svo hissa og fyllist auðmýkt að vera talin meðal TIME 100,“ sagði Ko, en hún fékk útnefninguna í 17 ára afmælisgjöf 24. apríl s.l.

„Lydia Ko er óvenju hæfileikarík, þroskuð langt umfram það sem árin segja til um og öllum líkar við hana hvort heldur eru golfáhangendum, sem samkeppendum hennar,“ er meðal þess sem golfgoðsögnin Annika Sörenstam skrifar um Ko í Time.  „Hún hefir orðið til að kveikja áhugann á íþrótt okkar ekki aðeins í Suður-Kóreu þaðan sem hún er og Nýja-Sjálandi, þar sem hún gerðist ríkisborgari, heldur einnig meðal ungmenna um allan heim.“