Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 21:30

Ko jafnar met Sörenstam um flesta hringi undir pari

Lydia Ko barðist í gegnum hvasviðrið á ANA Inspiration mótinu og lauk 1. hring á 1 undir pari, 71 höggum.

Þar með jafnaði hún met Anniku Sörenstam um 29 hringi í röð undir pari á LPGA móti.

Þeir hjá LPGA segja að þetta sé besti árangur nokkurs kvenkylfings frá árinu 1992.

Ko, 17 ára, átti í vandræðum með dræverinn sinn mestallan hringinn, var með mörg pull hook í þétt röffið á Mission Hills Dinah Shore völlinn, en hún barðist allan hringinn og náði oft að setja niður ótrúleg pútt m.a. á 16. holu til þess að halda sér á parinu og síðan náði hún glæsifugli með 6-járninu sínu á 17. holu og komst þar með undir pari.

Ég var virkilega ekkert að hugsa um þetta met, þegar ég var að spila, því ég var að spreyja þessu svolítið (þ.e. dreifa höggunum um allan völlinn),“ sagði Ko.

Ko, sem er nr. 1 á Rolex-heimslistanum var á sléttu pari á 7. holu, sem var 16. hola hennar í dag, þar sem hún húkkaði teighöggið á bakvið tré. Það leit ekkert út fyrir að hún ætti högg inn á flöt en hún náði sér brillíant á strik, sló lágt húkk í kringum tréð og náði að setja boltann 25 fet frá holu. Hún tvípúttaði síðan fyrir par.

Á nr. 8 þ.e. 17. holu Ko í dag notaði hún sem fyrr segir 6-járn á par-3 158 yarda brautinni og setti teighögg sitt aðeins 18 tommur frá holu. Þetta var öruggur fugl og paraði 9. þ.e. 18. holu sína í dag.

Sörenstam setti metið um flesta hringi undir pari á LPGA í röð árið 2004.

Það er ansi svalt að jafna met Anniku,“ sagði Ko, m.a. um þetta nýja met sitt.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi ANA Inspiration, sem fram fer á Rancho Mirage í Kaliforniu SMELLIÐ HÉR: