Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2016 | 14:00

Ko segir upp þjálfara sínum David Leadbetter

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko er hætt með þjálfarann David Leadbetter, sem hún hefir haft undanfarin 3 ár.

Leadbetter staðfesti í gær, miðivkudaginn 7. desember 2016  að hann væri ekki lengur að starfa hjá Ko. Hin 19 ára Lydia Ko hefir ekki látið neina yfirlýsingu frá sér fara.

Svona hlutir gerast í þjálfaraheiminum, hvort sem það er Jürgen Klinsmann hjá landsliði Bandaríkjanna í fótbolta eða Novak Djokovic, sem var að losa sig við þjálfara sinn Boris Becker í þessari viku,“ sagði Leadbetter í fréttatilkynningu. „Þessar breytingar eru allar hluti af þjálfarabissnessnum.“

Ko sneri sér til Leadbetter eftir að hún fluttist frá Nýja Sjálandi til Bandaríkjanna. Áður hafði hún unnið með Guy Wilson allt frá því að hún byrjaði í golfi, 5 ára.

Lyda Ko  sigraði 4 sinnum á LPGA á þessu keppnistímabili og hefir allt í allt sigrað 14 sinnum á hinum unga ferli sínum (allt innan við 20 ára aldurinn!!!)

Við óskum Lydíu alls hins besta í framtíðinni og vitum það, þegar litið er fram á veginn, að ef henni tekst að standast mikið af þrýstingnum utan frá sem eru samfara því að vera nr. 1 í heiminum og ef lið hennar heldur væntingunum hóflegum þá getur hún náð enn lengra og orðið betri,“ sagði Leadbetter.

Allskyns breytingar hjá Ko en seint á keppnistímabilinu sagði hún upp kylfusveini sínum Jason Hamilton.  Sá var fljótur að fá nýja stöðu hjá aðalkeppinaut Ko, Ha Na Jang.