Ko gerist atvinnumaður
Í viðtölum hefir golfdísin ný-sjálenska Lydia Ko lítið gefið fyrir það að hún væri að gerast atvinnumaður. Hún var fyrir stuttu valin besti áhugakvenkylfingur heims 3. árið í röð.
Nú er hins vegar komið að því. Ko hefir sótt um undanþágu frá 18 ára aldurstakmarkinu að mega spila á LPGA Tour, en hún er aðeins 16 ára. Það þýðir að hún er að gerast atvinnumaður.
Þrátt fyirr ungan aldur er Ko nú þegar nr. 5 á heimslista kvenna og er þegar búin að vinna 2 mót á LPGA mótaröðinni. Eins varð hún í 2. sæti á Evian Masters risamótinu.
Talsmaður LPGA mótaraðarinnar staðfesti í dag að þau hefðu móttekið beiðni frá Lydiu Ko um að hún megi spila á mótaröðinni.
Lydia Ko hefir bara á þessu ári orðið af $ 1 milljón (u.þ.b. 120 milljónum íslenskra króna) vegna þess að hún er áhugamaður og má ekki taka við verðlaunafé í þeim mótum þar sem hún hefir sigrað.
Ýmis fordæmi eru fyrir að slíkar undanþágur sem Ko er að sækja um á LPGA hafi verið veittar. Þannig var Lexi Thompson 16 ára þegar hún vann mót á LPGA , árið 2011. Lexi fékk að spila á LPGA 17 ára. Lydia Ko verður 17 ára, 28. apríl á næsta ári. Varla spurning að hún verður farin að spila sem atvinnumaður á LPGA á þeim tíma, en telpan er hreinn golfsnillingur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
