Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:15

Meistaramótin 2016 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?

Á Íslandi í dag eru 62 golfklúbbar. Af þeim héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Síðasti golfklúbbur til að halda meistaramót sitt í ár var Golfklúbbur Brautarholts en meistaramót þar var haldið 9.-10.  september s.l.

Alls eru 72,5% allra golfklúbba á Íslandi sem halda meistaramót.  Í ár, 2016, var fjölgun um 1 klúbb, sem hélt meistaramót frá því í fyrra, 2015, en þá héldu 44 golfklúbbar meistaramót.  Sjá má meistaramótstölfræði Golf 1 frá því í fyrra, 2015, með því að SMELLA HÉR: 

Arnór Ingi og golfdrottningin Ragnhildur, klúbbmeistarar GR 2016. Mynd: GR

Arnór Ingi og golfdrottningin Ragnhildur, klúbbmeistarar GR 2016. Mynd: GR

Hefð er að skipta golfklúbbum eftir landshlutum og ef skoðað er hvar flest meistaramót fóru fram þá hafa höfuðborgarsvæðið og Reykjanes vinninginn, en þar fóru fram meistaramót í öllum klúbbum.  Á síðustu árum hafa allir klúbbar í Reykjavík haldið mót nema 1, en það var í nýjasta klúbbnum, Brautarholtinu. Þar fór fram meistaramót nú í fyrsta sinn í haust og því 100% klúbba á höfuðborgarsvæðinu, sem halda meistaramót. Er það vel og von að framhald verði á!!!

Golf 1 hefir um áraskeið verið með langöflugasta fréttaflutninginn af meistaramótum klúbbanna hérlendis og mun svo áfram vera. Hefð er fyrir því hér á Golf 1 að draga að hausti saman hversu margir klúbbanna stóðu fyrir meistaramótum og fer sú samantekt hér á eftir:

Sjá má prósentuskiptingu hversu margir golfklúbbanna í hverjum landshluta héldu meistaramót hér að neðan:

Særós Eva og Alfreð Brynjar klúbbmeistarar GKG 2016

Særós Eva og Alfreð Brynjar klúbbmeistarar GKG 2016

1 Höfuðborgarsvæðið:  Alls héldu 9 af 9 golfklúbbum meistraramót. Fullt hús!!!  100%

2 Reykjanes: Alls héldu 4 af 4 golfklúbbum meistaramót. Fullt hús!!!  100%

Helgi Birkir og Jóhanna Margrét, klúbbmeistarar GSE 2016

Helgi Birkir og Jóhanna Margrét, klúbbmeistarar GSE 2016

3 Vesturland:  Alls héldu 6 af 9 golfklúbbum meistaramót eða 2/3 hluti golfklúbba (67%).  Þeir klúbbar sem ekki stóðu fyrir meistaramótum eru: 1) Golfklúbburinn Glanni (GGB)- þar hafa oft áður farið fram skemmtileg meistaramót og er vonandi að svo verði sem fyrst aftur; 2) Golfklúbbur Staðarsveitar (GST) – þar eru þó 5 mót haldin og vonandi að í framtíðinni bætist við meistaramót 3) Golfklúbbur Húsafells (GOH) – margir klúbbar sem eru í sumarbústaðabyggðum eru með fjörug og blómleg meistaramót og er ekki hægt annað en að óska Húsafelli hins sama; enda kjöraðstæður til að halda meistaramót; t.a.m. að hausti í öllum þeim fallegu haustlitum sem eru að Húsafelli. Vonandi er þó bara að Húsafell haldi einhver mót í framtíðinni; það er víst með að trekkja, því hver vill ekki spila golf í fallegu umhverfi líkt og í Húsafelli?

Frá Húsafellsvelli - Margar skemmtilegar brautir þar!

Frá Húsafellsvelli – Margar skemmtilegar brautir þar!

4 Vestfirðir:  Alls héldu 2 af 6 golfklúbbum meistaramót eða 1/3 hluti golfklúbba (33%) á svæðinu. Þetta er heilmikil afturför! Þeir tveir klúbbar sem halda uppi heiðri Vestfjarða í ár eru Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ) og Golfklúbbur Bíldudals (GBB), sem stóðu fyrir meistaramótum. Blómlegt golflíf er og meistararmót hafa á undanförnum árum verið haldin í Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO) og Golfklúbbi Patreksfjarðar og er vonandi að þeir klúbbar haldi aftur meistaramót á komandi ári! Tveir golfklúbbar á Vestfjörðum standa venju skv. ekki fyrir meistaramótum en það eru Golfklúbbur Hólmavíkur (GHV) og Golfklúbburinn Glanni á Þingeyri (GGL) en á golfvelli þess síðarnefnda, Meðaldalsvelli, er ein fegursta par-3 golfhola landsins og synd að ekki fleiri mót og ekkert meistaramót skuli vera haldið á GGL!!!

5 Norðurland vestra: Þrír af 4 golfklúbbum héldu meistaramót en það eru 75% golfklúbba!!! Sá eini sem ekki stóð fyrir meistaramóti er Golfklúbburinn Ós, sem margsinnis áður hefir staðið fyrir meistaramótum og vonandi að bót verði á.  Hefð er fyrir að Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) og Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) haldi meistaramót í golfi. Frábært er að í ár, 2016. stóð Golfklúbbur Skagastrandar (GSK) fyrir meistaramóti en klúbburinn hélt ekkert meistaramót í fyrra og er vonandi að framhald verði á meistaramótshaldi hjá GSK.

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarsson klúbbmeistarar GSS 2016. Mynd: GSS

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarsson klúbbmeistarar GSS 2016. Mynd: GSS

6 Norðurland eystra:  Fimm af 9 klúbbum á Norðausturlandi stóðu fyrir meistaramótum, sem er 55% klúbba á svæðinu sem standa fyrir meistaramótum.  Það eru aðeins tiltölulega stórir klúbbar sem halda golfmót á Norðausturlandi: GA, GH, GFB (Golfklúbbur Fjallabyggðar áður GÓ), GHD (Golfklúbburinn Hamar Dalvík) og GLF (Golfklúbburinn Lundur). Þeir klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár eru: Golfklúbbur Mývatnssveitar (GKM) sem er miður því þar hafa oft verið haldin meistaramót; Golfklúbbur Grenivíkur (GHV) (það jákvæða var þó að þar var haldið 1 mót í sumar, sem ekki var gert árinu áður); Golfklúbburinn Gljúfri (GOG) – sá klúbbur er lítill en synd að engin mót skulu vera haldin þar, þar sem það eru svo fallegt að spila í Ásbyrgi og að síðustu fór ekkert meistaramót fram hjá Golfklúbbi Vopnafjarðar (GOV) en bót í máli að þar líkt og á Grenivík var staðið fyrir 1 móti s.l. sumar.

Andrea Ýr og Víðir Steinar, Akureyrarmeistarar 2016. Mynd: GA

Andrea Ýr og Víðir Steinar, Akureyrarmeistarar 2016. Mynd: GA

7 Austurland: Austurland hefir oftast komið lakast út á undanförnum árum, hvað meistaramótshald í golfi varðar.  Svo er ekki í ár.  Í ár má merkja smá breytingu en í ár stóðu 50% eða 3 af 6 golfklúbbum Austfjarða fyrir meistaramótum. Stundum hefir aðeins 1 klúbbur á Austfjörðum staðið fyrir meistaramóti en það er golfklúbburinn í Höfn í Hornafirði (GHH).   Þeir klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár voru: GBE, GSF og GFH. Frábært er að Golfklúbbur Neskaupsstaðar (GN) hélt sitt meistaramót nú í haust og er vonandi að framhald verði á því hjá GN!!!  Golfklúbbur Fjarðabyggðar (GKF) hefir hins vegar frá upphafi haldið meistaramót. Þeir klúbbar sem stóðu fyrir meistaramótum 2016 á Austurlandi eru: GHH, GKF og GN.

8 Suðurland: Næstum allir golfklúbbar Suðurlands héldu meistaramót eða 13 af 15 (87%); aðeins tveir héldu ekki mót en það  voru Golfklúbbur Ásatúns (GÁS), sem oft hefir haldið meistaramót og vonandi að það verði tekið upp á ný sem og GOT hélt ekki meistaramót.  Utan Suðvesturhornsins er Suðurlandið sá staður þar sem flestir klúbbar standa fyrir meistaramótum. Óbreytt ástand er í Suðurlandi frá árinu áður 2015, en þá héldu sömu klúbbar GÁS og GOT ekki meistaramót – Vonandi að þeir bæti þar úr! Allir hinir klúbbarnir 13 á Suðurlandi héldu hins vegar meistaramót.

Samanetekið héldu eftirfarandi 17 golfklúbbar EKKI meistarmót 2016: Á Vesturlandi (3):Golfklúbburinn Glanni (GGB); Golfklúbbur Staðarsveitar (GST); Golfklúbbur Húsafells (GHF); Á Vestfjörðum (4): Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO); Golfklúbbi Patreksfjarðar (GP);  Golfklúbbur Hólmavíkur (GHV) og Golfklúbburinn Glanni á Þingeyri (GGL); Á Norðvesturlandi (1): Golfklúbburinn Ós (GÓS); Á Norðausturlandi (4): Golfklúbbur Mývatnssveitar (GKM);  Golfklúbbur Grenivíkur (GHV); Golfklúbburinn Gljúfri (GOG) og  Golfklúbbur Vopnafjarðar (GOV);  Á  Austurlandi (3): Golfklúbbur Eskifjarðar (GBE), Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) og Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) og á Suðurlandi (2): Golfklúbbur Ásatúns (GÁS) og Golfklúbburinn Tuddi (GOT).

Eftirfarandi golfklúbbar á Íslandi héldu hins vegar meistaramót 2016 (feitletraðir) og er getið um klúbbmeistara þeirra:

Verðlaunahafar í Meistaramóti Golfklúbbsins Keilis 2016. Axel Bóasson og Þórdís Geirsdóttir klúbbmeistarar 2016 - Innilega til hamingju!!!

Verðlaunahafar í Meistaramóti Golfklúbbsins Keilis 2016. Axel Bóasson og Þórdís Geirsdóttir klúbbmeistarar 2016 – Innilega til hamingju!!!

Höfuðborgarsvæði (9 klúbbar): 

GÁ:  Guðrún Ágústa Eggertsdóttir og Victor Rafn Victorsson, 11.-13. ágúst 2016.

GBR: Bjarni Pálsson 9. – 10. september (Í fyrsta skipti sem meistaramót er haldið í Brautarholtinu –  6 þátttakendur – Frábært!!!)

GK: Þórdís Geirsdóttir og Axel Bóasson, 3.-9. júlí 2016.

GKG: Særós Óskarsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson, 3.-9. júlí 2016.

GM: Nína Björk Geirsdóttir og Kristján Þór Einarsson, 4.-9. júlí 2016. 

GO:  Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. 10.-15. júlí 2016.

GR: Ragnhildur Sigurðardóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson, 3.-9. júlí 2016.

GSE: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir og Helgi Birkir Þórisson, 6. – 9. júlí 2016. 

NK –Karlotta Einarsdóttir og  Oddur Óli Jónasson, 2.-9. júlí 2016.

Sigurvegarar á meistarmóti GG 2016

Sigurvegarar á meistarmóti GG 2016

Reykjanes (4):
GG: Svanhvít Helga Hammer og Kristinn Sörensen, 4.-9. júlí 2016. 

GS: Karen Guðnadóttir og Guðmundur Rúnar Halldórsson,

GSG: Milena Medic og Pétur Þór Jaidee, 6.-9. júlí 2016.

GVS:  Guðrún Egilsdóttir og Adam Örn Stefánsson. 30. júní – 3. júlí 2016.

Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson, klúbbmeistarar GMS 2016. Mynd: Í einkaeigu

Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson, klúbbmeistarar GMS 2016. Mynd: Í einkaeigu

Vesturland (9): 
GB: Fjóla Pétursdóttir og Rafn Stefán Rafnsson, 6.-9. júlí 2016. 

GGB:  Ekkert meistaramót.

GHF: Engin mót yfirleitt yfir árið.

GJÓ: Íris Jónasdóttir og Rögnvaldur Ólafsson,  7.-9. júlí 2016. 

GL:  María Björg Sveinsdóttir og Stefán Orri Ólafsson, 4.-9. júlí 2016.

GMS: Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson, 29. júní – 2. júlí 2016.

GSR (Skrifla): Ingrid María Svensson og Svanberg Guðmundsson, 16. júlí 2016.

GST: 5 mót á dagskrá 2016 en ekkert þeirra meistaramót.

GVG: Jófríður Friðgeirsdóttir og Pétur Vilbergur. 6.-9. júlí 2016. 

Ólafía Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB 2016 og mörg undanfarin ár!!! Til hamingju !!!

Ólafía Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB 2016 og mörg undanfarin ár!!! Til hamingju !!!

Vestfirðir (6): 
GBB: Ólafía Björnsdóttir og Magnús Jónsson. 14.-16. júlí 2016. 

GBO: Aðallega Samkaupsmótaröðin (19 mót), Markaðsdagar,Blakknes og  Samkaupsmótið (alls 22 mót) en því miður ekkert meistaramót.

GGL: Eitt mót haldið – sem er frábært – en því miður ekkert meistaramót!

GHÓ: 5 flott mót haldin á Skeljavíkurvelli 2016 – en því miður ekkert meistaramót!

GÍ: Sólveig Pálsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson. 7.-10. júlí 2016

GP: Níu mót haldin á Patró í sumar – en því miður ekkert meistaramót!

Hingað 28 klúbbar

Klúbbmeistarar GKS 2014 og 2016 - Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

Klúbbmeistarar GKS 2014 og 2016 – Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

Norðvesturland (4):

GKS: Hulda Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannsson. 4.-9. júlí 2016.

GÓS: 24 mót haldin í sumar en því miður ekkert meistaramót!

GSK: Ingibergur Guðmundsson, 6. júlí 2016 – Þátttakendur 4 þar af luku 3 keppni – Þetta er til mikillar fyrirmyndar hjá GSK!!!

GSS: Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Guðmundsson, 4.-9. júlí 2016.

Arnór Snær og Amanda, klúbbmeistarar GHD 2016

Arnór Snær og Amanda, klúbbmeistarar GHD 2016

Norðausturland (9):
GA:  Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Víðir Steinar Tómasson, 4.-9. júlí 2016.

GFB: Brynja Sigurðardóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson, 11.-16. júlí 2016.

GH:  Jóhanna Guðjónsdóttir og Karl Hannes Sigurðsson 6.-9. júlí 2016.

GHD: Amanda Guðjónsdóttir og Arnór Snær Guðmundsson, 

GHV: Eitt mót sem er framför – en því miður ekkert meistaramót!

GKM: Tvö mót 2016 og ekkert meistaramót – sem er afturför því GKM hefir oft haldið meistaramót!

GLF (Golfkl. Lundur): 13 þátttakendur – 10 karl- og 3 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar: Halla Sif Svavarsdóttir og Valdemar Örn Valsson og, 27. ágúst 2016.

GOG: Engin mót hjá Gljúfra – einum minnsta klúbbi landsins með einn fegursta völlinn. Þetta er miður!

GOV: Frábært – haldið var 1 mót, en því miður ekkert meistaramót!

Hingað 41 klúbbur

Viktor Páll Magnússon klúbbmeistari GKF 2013 og 2016. Mynd: GKF

Viktor Páll Magnússon klúbbmeistari GKF 2013 og 2016. Mynd: GKF

Austurland (6):
GBE: 9 frábær mót – en ekkert þeirra meistaramót!

GFH: 5 frábær mót – en ekkert þeirra meistaramót!

GHH:  12 þátttakendur – engin kvenkylfingur. Klúbbmeistari: Halldór Sævar Birgisson – 23. júlí 2016

GKF (Golfklúbbur Fjarðabyggðar): 20 þátttakendur – 12 karl- og 7 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar: Anna Jenny Vilhelmsdóttir og Viktor Páll Magnússon – 14. ágúst 2016

GN: 12 þátttakendur – 8 karl- og 4 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar: Elvar Árni Sigurðsson og Lilja Ester Ágústsdóttir – 4. september 2016

GSF: 16 frábær mót þ.á.m. Gullbergsmótið, Atlantsolíumótið og Lávarðaleikarnir en ekkert meistaramót!

Hingað 47 klúbbar

Mæðginin Katrín Björg og Andri Már klúbbmeistarar GHR 2016. Mynd: DFS

Mæðginin Katrín Björg og Andri Már klúbbmeistarar GHR 2016. Mynd: DFS

Suðurland (15):
GÁS: Ekkert mót á árinu!!! Söknum Toppmótsins!!!

GD: Sigrún María Ingimundardóttir, GR og Óskar Svavarsson, GO. 16. júlí 2016. 

GEY: Aðeins 1 mót á dagskrá og það var meistaramót. Til fyrirmyndar!!!  Þátttakendur: 9 – en engin kvenkylfingur.  Klúbbmeistari 2016: Pálmi Hlöðversson – 13. júlí 2016

GF: Anna Gréta Sigurbjörnsdóttir og Garðar Rafn Halldórsson – 16.-17. júlí 2016.

GHG: Harpa Rós Björgvinsdóttir og Elvar Aron Hauksson – 6.-9. júlí 2016.

GHR:  Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir  og Andri Már Óskarsson. 6.-9. júlí 2016.

GKB: Brynhildur Sigursteinsdóttir og Pálmi Örn Pálmason, 15.-16. júlí 2016.

GKV:  Anna Huld Óskarsdóttir og Þráinn Sigurðsson, 23.-24. júlí 2016.

GOS:  Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson, 5.-9. júlí 2016.

GOT: Ekkert mót á árinu 2016!

GÚ: Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Bjarki Þór Davíðsson, 15.-16. júlí 2016.

GV: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Gunnar Geir Gústafsson, 6.-9. júlí 2016. 

GÞ: Guðmundur Karl Guðmundsson, 6.-9. júlí 2016.

GÞH: Sigurrós Kristinsdóttir og Sigurpáll Geir Sveinsson, 4.-6. ágúst 2016.

GÖ: Ásgerður Sverrisdóttir og Sigurður Aðalsteinsson, 7.-9. júlí 2016. 

(Alls 62 klúbbar)