From GOG in Ásbyrgi in the North of Iceland. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2013 | 13:30

Klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár

Á Íslandi eru 65 golfklúbbar.

Í meirihluta golfklúbba á Íslandi fer árlega fram meistaramót þar sem keppt er flokkaskipt um klúbbmeistaratitla þ.e. hver er bestur í sínum flokki.  En nokkrir klúbbar héldu engin meistaramót að þessu sinni.

Til þess að gera langa sögu stutta hafa 44 golfklúbbar haldið meistaramót 2013 og hefir Golf1.is ritað grein um hvert og eitt meistaramót þessara 44 klúbba og aðeins 1 meistaramót eftir, sem Golf 1 mun fjalla  um 31. ágúst n.k. þegar Golfklúbburinn Lundur hefir lokið meistaramóti sínu, en Lundur er sá klúbbur í ár sem síðastur er til að halda meistaramót sitt.   Það eru því rúm 2/3 hluti allra golfklúbba á Íslandi, sem standa fyrir meistaramótum!

Hins vegar halda 20 klúbbar ekki meistaramót og nú er ætlunin að fjalla um þá klúbba, en það eru klúbbar sem að öllu jöfnu eru ekkert eða a.m.k. ekkert mikið í umræðunni e.t.v. sökum fólksfæðar eða vegna þess að mótaskráin er ekki löng eða engin, e.t.v. vegna fjarlægðar frá höfuðborginni og því að ekki er mikil umferð á þeim völlum. Það síðastnefnda er þó engin frágangssök, þ.e. einmitt vegna fólksfæðar og því að lítil umferð er á þeim golfvöllum ætti að vera létt verk að standa fyrir meistaramóti.  E.t.v. er það fjármagnsleysi en oftar en ekki er það bara eitthvað magnleysi! …. því alltaf ætti að vera hægt að standa fyrir meistaramóti eða ef ekki það þá a.m.k. 1 móti!

Fyrst er að geta þeirra landssvæða á Íslandi, sem eru með „fullt hús“ svo að segja, þ.e. allir klúbbar þar héldu meistaramót, en það eru Reykjanes (GSG, GVS, GG og GS) og Norðurland vestra (GKS, GÓS, GSS og GSK). Reyndar hélt síðastnefndi klúbburinn meistaramót þótt þátttakendur væru aðeins 6 og 4 lykju keppni og er það virðingarvert. Það sama er að segja af GHH á Austurlandi, en þar voru keppendur 4 á meistaramóti. Þetta var frábært af þeim 4 sem kepptu á meistaramóti Golfklúbbs Skagastrandar (GSK)  og Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og héldu þannig uppi heiðri klúbba sinna!!! Sjá með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: 

Á höfuðborgarsvæðinu héldu 9 af 10 klúbbum meistaramót (, GK, GKG, GKJ, GO, GOB, GR, GSE og NK). Aðeins í nýja Brautarholtsklúbbnum (GBR) fór ekkert meistaramót fram enda klúbburinn svo nýr að þar átti að halda fyrsta mót klúbbsins í ár, þ.e. styrktarmót Þórðar Rafns laugardaginn 20. júlí 2013, en ekkert varð af því vegna slæms veðurs.  Mjög líklega verður höfuðborgarsvæðið því líka með „fullt hús stiga“ hvað varðar meistaramót í framtíðinni.

Á Vesturlandi eru 9 klúbbar og þar af héldu 5 meistaramót (GB, GJÓ GL, GMS,  og GVG).

Klúbbar á Vesturlandi sem ekki héldu meistaramót voru: GGB (Golfklúbburinn Glanni), þar sem á undanförnum árum HAFA verið haldin meistaramót bara ekki í ár, en á mótskrá í ár eru 3 mót og GST Golfklúbbur Staðarsveitar) en á mótaskrá þar eru 6 mót, bara ekkert meistaramót! Síðan eru klúbbar þar sem ekkert mót er á mótaskrá á Vesturlandi, hvorki meistaramót né önnur en það eru GHF (Golfklúbbur Húsafells) og GSR (Golfklúbburinn Skrifla).  Varðandi síðastnefndu tvo klúbbana er vert að taka fram að það er vel ferðarinnar í Borgarnes virði að spila vellina!

Á Vestfjörðum voru bara 2 af 6 klúbbum þar sem ekkert meistaramót var haldið. Hjá , GP, GBB og GBO fóru fram meistaramót.  Á einum fallegasta golfvelli landsins Meðaldalsvelli hjá GGL (Golfklúbbnum Glámu) fór ekkert meistaramót fram og aðeins 1 mót á mótaskrá. Það sama er að segja af Skeljavíkurvelli hjá GHÓ (Golfklúbbi Hólmarvíkur); þar fór ekkert meistaramót fram og ekkert einasta mót á mótaskrá, sem er afturför frá árinu áður 2012 en þá fór fram Hamingjumót Hólmadrangs, sem vel mætti endurtaka!!!

Á Norðausturlandi eru 9 golfklúbbar og þar af héldu meirihlutinn eða 6 meistaramót þ.e. GA, GH, GKM, GHD og(meistaramót GLF þ.e. Golfklúbbsins Lundar er það síðasta sem fram fer nú í ár eða 31. ágúst 2013).  Í þremur klúbbum á Norðausturlandi voru hins vegar engin meistaramót þ.e. hjá GHV (Golfklúbbnum Hvammi í Grenivík), GOG (Golfklúbbnum Gljúfra í Ásbyrgi) og GVF (Golfklúbbi Vopnafjarðar) og reyndar engin mót á mótaskrá hjá þeim klúbbum!

Á Austurlandi virðist lítil hefð fyrir meistaramótum því af 7 klúbbum sem þar eru starfandi eru aðeins 2 klúbbar sem halda uppi heiðri Austurlands og halda meistaramót GHH (Golfklúbburinn á Höfn í Hornafirði) og GKF (Golfklúbbur Fjarðabyggðar) hélt sitt fyrsta meistarammót 24. ágúst 2013).  Í hinum klúbbunum fór ekkert meistaramót fram 2013 þ.e. GBE (Golfklúbbur Byggðarholts Eskifirði), GN (Golfklúbbur Norðfjarðar); GFH (Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs); GKD (Golfklúbbur Djúpavogs) og GSF (Golfklúbbur Seyðisfjarðar).

Loks er það Suðurland. Þar eru flestir golfklúbbar og þ.a.l. golfvellir á Íslandi eða 16 talsins.  Af þeim stóðu 11 fyrir meistaramóti (GD, GEY, GF, GHG, GHR, GKB, GOS, , GV, og).

Fimm golfklúbbar virðast ekki hafa haldið meistaramót: GÞH (Golfklúbburinn Þverá Hellishólum) hélt ekkert meistaramót á glæsilegum 18 holu golfvelli sínum, Þverárvelli,  þar sem ekki fékkst næg þátttaka. Hjá GÁS (Golfklúbbi Ásatúns) er aðeins Toppmótið árlega á dagskrá en ekkert meistaramót og eins með GKV (Golfklúbb Víkur) þar var meistaramót að vísu á mótaskrá en virðist ekki hafa verið haldið. Hjá GLK (Golfklúbbnum Laka) og GOT (Tuddunum) voru að síðustu engin mót á dagskrá.

Hér með lýkur formlega umfjöllun Golf1.is á meistaramótum 2013 og hefir þá verið fjallað um meistaramót í 44 klúbbum á Íslandi en fjallað verður um síðasta og 45. meistaramótið 31. ágúst n.k. þegar Lundur heldur síðastur golfklúbba á Íslandi 2013 meistaramót sitt, en þá hefir Golf1.is fjallað um meistaramót allra golfklúbba á Íslandi!