Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 07:05

KJ Choi efstur á Chevron World Challenge – Tiger og Stricker í 2. sæti!

Það er KJ Choi frá Suður-Kóreu, sem leiðir á Chevron World Challenge, sem hófst á Sherwood vellinum í Thousand Oaks, Kaliforníu,  í gær. Hann fékk frábæra fuglaröð frá 1.-5 holu, þar sem fimm fuglar duttu í röð. Alls fékk hann 7 fugla og 1 skolla og lauk því leik í gær á 66 höggum.

Tiger Woods, er sem fyrr gestgjafi. Hann er í 2. sæti ásamt Steve Stricker en þeir eru báðir 3 höggum á eftir Choi, á 69 höggum hvor.. Í 4. sæti eru Nick Watney, Rickie Fowler og Jim Furyk, allir á -1 undir pari hver, 71 höggi.

Til þess að sjá hápunktana frá hring gærdagsins á Sherwood, þ.e. 1. dag mótsiðs smellið HÉR: 

Til þess að sjá spá PGA Today fyrir 2. hring, sem spilaður verður í dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Chevron World Challenge eftir 1. dag smellið HÉR: