
Kiradech Aphibarnrat í draumaholli með Clarke og Daly á morgun
Thaílenska golfstirnið Kiradech Aphibarnrat, sem er uppnefndur John Daly Asíu fær heiðurinn af því að spila við átrúnaðargoð sitt á morgun, en þá hefst í fyrsta sinn Thailand Golf Championship.
Verðlaunaféð þar er ekki af verri endanum eða um US $ 1 milljón.
Dregið var um hverjir spila saman og fékk Kiradech draum sinn uppfylltan að spila við John Daly en auk þess líka sigurvegara Opna breska, Darren Clarke.
„… ég var að vonast eftir því að fá að spila við John Daly og ég fékk það. Við erum næstum með sömu sveilfu og fólk hefir þess vegna kallað mig John Daly Asíu. Þetta verður gaman. Hann er eitt af átrúnaðargoðum mínum og er toppkylfingur þannig að ég hlakka til,” sagði hinn 22 ára Kiradech.
Kiradech, sem er fyrrum heimsmeistari unglinga í golfi, braust á stjörnuhimininn á Asíutúrnum fyrr á keppnistímabilinu þegar hann sigraði á SAIL Open á Indlandi. Hann vonast til að ljúka keppnistímabilinu á sterkan máta á þessu nýja móti sem laðað hefir til sín stjörnur á borð við Lee Westwood, Sergio Garcia, Charl Schwartzel, Ryo Ishikawa og Simon Dyson.
Heimild: Asiantour
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023