Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2011 | 11:00

Kiradech Aphibarnrat í draumaholli með Clarke og Daly á morgun

Thaílenska golfstirnið Kiradech Aphibarnrat, sem er uppnefndur John Daly Asíu fær heiðurinn af því að spila við átrúnaðargoð sitt á morgun, en þá hefst í fyrsta sinn Thailand Golf Championship.

Verðlaunaféð þar er ekki af verri endanum eða um US $ 1 milljón.

Dregið var um hverjir spila saman og fékk Kiradech draum sinn uppfylltan að spila við John Daly en auk þess líka sigurvegara Opna breska, Darren Clarke.

„… ég var að vonast eftir því að fá að spila við John Daly og ég fékk það. Við erum næstum með sömu sveilfu og fólk hefir þess vegna kallað mig John Daly Asíu. Þetta verður gaman. Hann er eitt af átrúnaðargoðum mínum og er toppkylfingur þannig að ég hlakka til,” sagði hinn 22 ára Kiradech.

Kiradech, sem er fyrrum heimsmeistari unglinga í golfi, braust á stjörnuhimininn á Asíutúrnum fyrr á keppnistímabilinu þegar hann sigraði á SAIL Open á Indlandi. Hann vonast til að ljúka keppnistímabilinu á sterkan máta á þessu nýja móti sem laðað hefir til sín stjörnur á borð við  Lee Westwood, Sergio Garcia, Charl Schwartzel, Ryo Ishikawa og Simon Dyson.

Heimild: Asiantour