Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2011 | 11:20

Kim leiðir á Australian PGA Championship eftir 3. dag

K.T. Kim spilaði stöðugt golf seinni 9 meðan samkeppnin molnaði allt í kringum hann. Kim spilaði skollafrítt -5 undir pari, var á 67 höggum og hefir nú 1 höggs forystu á Bubba Watson fyrir lokahring Australian PGA, sem spilaður verður á morgun.

 

KT Kim á Australian PGA

Kim, sem átti sæti í tapliði Alþjóðalisins í Forsetabikarnum á Royal Melbourne í síðustu viku er búinn að spila 54 holurnar á samtals -13 undir pari, samtals 203 höggum á Hyatt Regency golfstaðnum.

Bubba Watson komst í forystu á 3. hring, en fékk síðan skramba á par-5, 15. holuna, sem er óvenjuleg frammistaða af sleggjunni á par-5um. Bubba kom í hús á 69 höggum.

Aaron Baddeley var í 3. sæti eftir hring upp á 67, 3 höggum á eftir Kim. Forystumaður gærdagsins Marcus Fraser var á 74 höggum, Y.E Yang á 70 og David Brandson á 67. Þeir eru allir 4 höggum á eftir Kim hver og deila 4. sætinu.

Þrátt fyrir sigur í síðustu tveimur leikjum sínum í Forsetabikarnum sagðist Kim ekki hafa búist við miklu í Coolum.

„Væntingar mínar á þessu móti voru litlar,“ sagði Suður-Kóreaninn, gegnum túlk sinn. „Á æfingasvæðingu á þriðjudaginn og í pro-am hluta mótsins á miðvikudaginn, var ég búinn að mynda mér þá skoðun að þetta væri bara ekki völlur fyrir mig. Þannig að ég hef farið fram úr mér að svo stöddu.“

Til þess að sjá stöðuna á Australian PGA Champion mótinu eftir 3. dag smellið HÉR:

Heimild: pgatour.com