Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2011 | 20:00

Keegan og Rory efstir á móti risameistaranna

Í dag hófst í Bermúda árlegt mót sigurvegara  risamótanna árið 2011, Grand Slam. Í ár eru það Charl Schwarzel frá Suður-Afríku, sem vann Masters; Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi, sem vann Opna bandaríska; Darren Clarke, frá Norður-Írlandi, sem vann Opna breska og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley, sem vann PGA meistaramótið, sem etja kappi.

Eftir fyrsta dag mótsins eru sigurvegari Opna bandaríska og PGA meistaramótsins, sem leiða en báðir komu inn á 67 höggum í dag.  Rory og Keegan hafa afgerandi forystu (báðir sem fyrr segir á 67 höggum), því Charl kom inn á 74 höggum og Darren er á 77 höggum og verður því erfitt fyrir síðarnefndu tvo að vinna upp 7-10 högga mun.

Hér má sjá stöðuna eftir 1. dag Grand Slam: