Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2011 | 20:30

Keegan Bradley tók Grand Slam

Keegan Bradley horfði á Charl Schwartzel setja niður 4 fugla og sigra Masters í sjónvarpinu. Hann sá hvað Suður-Afríkumaðurinn (Schwartzel) getur í beinni á PGA Grand Slam í dag.

Bradley sigraði með 1 höggs mun á Port Royal golfvellinum, og setti niður taugatrekkjandi 2 metra pútt á 18. holu og lauk keppni á sléttu pari (seinni hringinn) 71 höggi, samtals -4 undir pari.

Parhringur PGA meistaramóts meistarans nægði til þess að verjast tilhlaupi frá Schwartzel, sem setti vallarmet í dag, spilaði á -6 undir pari, var á glæsilegum 65 höggum, samtals -3 undir pari

Schwartzel sökkti 10 metra pútti á 5. holu og hóf röð 5 fugla í röð, en hápunktur þeirrar fuglaraðar var þegar hann chippaði úr sandglompu beint ofan í holu.

Charl Schwartzel var búinn að jafna við þá Bradley og McIlroy, sem leiddu eftir fyrri daginn, eftir fyrri 9; allir voru á samtals -2 undir pari.
„Það sem hann (Schwartzel) gerði um miðpart hringsins var undravert,“ sagði Bradley. „Maður fékk á tilfinninguna að hann myndi ná fugli á öllum holum og þegar hann sló slæmt högg (náði hann sér á strik) t.a.m í sandglompunni við 9. flöt, það var stórbrotið golf.“

Bradley hélt áfram, fékk fugl á 10. braut og hann og Schwartzel glímdu um forystuna þaðan í frá, en Bradley tapaði aldrei þessu 1 höggs forystu. Schwartzel fékk skolla á 13. braut þegar hann hitti ekki flöt á þessari snúnu par-3 braut og þó hann náði högginu tilbaka á 15. þá var Bradley fastur fyrir og var sá eini af hópnum sem hitti 16. flöt í vindinum.

Eftir að Bradley sló, það sem hann kallaði besta högg lífs síns, þegar hann náði erni á 7. braut fyrri dag Grand Slam, þá sló Bradley jafngott aðhögg á 17. braut í dag, þó að hann segir kaddý sinn Steve Hale eiga heiðurinn af því höggi.

„Pepsi (Hale) sagði mér að slá með 3-blendingi og það var rétta kylfan,“ sagði Bradley. „Ég vildi í raun slá með 4-járni.“

Að ná inn á flöt í 2 höggum var nauðsynlegt fyrir Bradley, þar sem Schwartzel hafði þegar tekist það og báðir fengu fugl og úrslit Grand Slam réðust því á 18. holu.

Á 18. þurfti Schwartzel að setja niður 10 metra niðurímóti pútt fyrir fugli og Bradley bjóst algerlega við að honum tækist að setja það niður.  Bradley náði ekki inn á flöt í aðhöggi sínu og þar sem hann þurfti að chippa inn bjóst hann við að þurfa að fara íumspil.

Schwartzel missti púttið og Bradley þurfti að setja niður 2 metra pútt fyrir sigri.

„Þetta var miklu meiri keppni en ég bjóst við,“ sagði Bradley. „Mest allan hringinn var þetta eins og hvert annað mót. Á 18. braut, hugsaði ég með mér „Það er eins gott að ég haldi mér í leiknum og komist kannski í umspil.“

„Ég var mjög stressaður þegar ég púttaði þessu 2 metra pútti fyrir sigri.“

Hringur Schwartzel var þeim mun áhrifaríkari þegar haft er í huga að vindurinn feykti öllu á vellinum í dag, jafnvel þó Masters meistarinn hefði sagt að hann vissi að breyting á aðstæðum væri eini möguleikinn að hann gæti sótt að forystunni.

„Ég var ánægður með vindinn þarna,“ sagði Schwartzel, „Ég veit að ég spila vel í vindi. Ég gat séð að Keegan og Rory voru ekki að setja niður eins marga fugla og áður og voru að dragast aftur úr.

„Ég visi að ég gæti náð þeim. Ég vissi ekki að ég myndi setja niður 5 fugla í röð og ná höggi eins og chippinu á 9. braut, maður fær á tilfinninguna að kannski verði þetta einn af þessum dögum.“

Rory var heldur villtur á 7. og 15. braut. […] Skolli á 16. braut þegar hann náði ekki inn á flöt, varð til þess að hann lauk leik +4 yfir pari, á 75 höggum þ.e. samtals á pari.

„Ég var ekki með sömu stjórn á boltanum eins og í gær,“ sagði Rory, „Þetta var erfitt, vindurinn þarna var erfiður. Ég byrjaði vel en fékk skolla á 7., þetta var frekar auðveld par-5 braut, sem var ekki ídeal. Og svo komu 2 aðrir skollar. Augljóslega átti ég enn tækifæri á seinni 9, ég gerði bara ekki nógu mikið þegar ég þarfnaðist þess.“

Darren Clarke var aldrei inni í keppninni og lauk keppni á samtals +9 yfir pari.

Heimild: pga.com