Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 11:30

Keegan Bradley leiðir eftir 1. dag HSBC – kom inn á 65 höggum

Það er sigurvegari PGA Championship risamótsins og sá sem að öllum líkindum fær ekki að spila með í Forsetabikarskeppninni í liði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, sem leiðir eftir 1. dag HSBC heimsmótsins í Sheshan í Kína.

Keegan kom inn á 65 höggum; spilaði skollafrítt; fékk 5 fugla og glæsilegan örn á 18. braut.

Öðru sætinu deila Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt og Svíarnir Fredrik Jacobson og Alexander Noren. Þeir voru allir á 67 höggum.

Að öðrum þekktum þátttakendum mótsins mætti geta að Adam Scott, Lee Westwood og Martin Kaymer deila 9. sætinu  ásamt  6 öðrum kylfingum; voru allir á 69 höggum. Og Rory McIlroy, stjarnan frá Shanghai og Charl Schwartzel deila 18. sætinu ásamt 10 öðrum, en þeir voru allir á -2 undir pari, 70 högum

Til þess að sjá stöðuna í mótinu að öðru leyti smellið HÉR: