Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2015 | 11:30

Kaymer viðurkennir að ofursjálfstraust hafi átt þátt í að hann varð af 1. sætinu í Abu Dhabi – Myndskeið

Martin Kaymer hefir heitið því að fylgja í fótspor Rory McIlroy og nota bitra reynslu sína sem aukna hvatningu eftir að hafa orðið fyrir einu versta „tapi“ í golfsögunni á Abu Dhabi HSBC Championship.

Rúmlega 10 dögum eftir þetta tap þegar hann henti frá sér 10 högga forystu þegar aðeins átti eftir að spila 13 holur þá viðurkennir Kaymer að hann hafi átt erfitt með að kyngja þessu.

„Þetta var ekki bara stór golflexía heldur líka gríðarleg lífsreynsla,“ sagði Kaymer. „Þetta var svipað og kom fyrir Rory fyrir nokkrum árum á Masters. Þegar hann tapaði á þessum 9 síðustu holum (árið 2011) – það var sjokkerandi og dapurt að horfa á og það er erfitt að höndla þannig aðstæður.

„En ef tekist er á við þetta af hreinskilni þá fæst meiri hvatning og þá er hægt að gera það sem hann gerði þ.e. að koma nokkrum mánuðum seinna og sigra á Opna bandaríska með 20 höggum eða eitthvað svoleiðis.“

„Ég hef átt góð samtöl við pabba og bróður minn og ég trúi því að það sem gerðist muni hjálpa mér að bæta mig í framtíðinni. Þannig að ég er glaður að ég fór í gegnum þetta. Ef ég hefði sigrað í Abu Dhabi aftur (í 4. sinn) myndu allir hafa djókað: „Oh yeah, af hverju ekki að skíra völlinn upp á nýtt Martin Kaymer golfvöllinn og allt svoleiðis.“

„Og jamm það myndi hafa verið gott að fá meiri verðlaunafé, græða nokkra punkta á heimslistanum og fá annan fallegan bikaráí heimili mitt. En það sem gerðist – það mun nýtast mér betur.“

Kaymer var bara býsna kátur miðað við aðstæður í gær (þriðjudag) og sagðist hlakka til Omega Dubai Desert Classic sem hefst á morgun, en meðal þátttakenda eru m.a. nr. 1 og 2 á heimslistanum Rory McIlroy og Henrik Stenson, auk kylfinga á borð við Sergio Garcia og Graeme McDowell.

„Ég hugsa að Abu Dhabi sýni bara að þýsk verkfræði vinni ekki alltaf,“ bætti Kaymer við, brosandi.  „Hún gerir það venjulega, en stundum koma hnökrar,“

Kaymer viðurkenndi að ofursjálfstraust hafi átt þátt í falli hans. „Ég hugsa að þegar maður á eftir lokahring og er með mikla forystu og maður byrjar með fugl, fugl, par, fugl, þá finnist manni eins og ekki margt geti farið úrskeiðis,“ sagði Kaymer. „Og í golfi getur þetta svolitla ofursjálfstraust eyðilagt fyrir manni – það er hárfín lína þarna.“

„Hvernig mér leið þennan dag er ekki persónan sem ég er og ekki persónan sem ég vil vera (þ.e. persóna sem glutrar niður mikilli forystu). Þetta var ekki eðlilegt og það varð erfitt vegna þess að þetta var óþekkt staða sem ég var í þarna og auðvitað staða sem maður vill ekki vera í.“

„Eftir á spurði ég sjálfan mig hvernig kom ég mér í þetta og af hverju kom ég mér í þteta. Og svörin sem ég fékk eru mikilvæg fyrir mig til að geta haldið áfram.“

Nú tekur næsta mót við, en mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega Dubai Desert Classic …. og Kaymer segist hlakka til ….

Sjá myndskeið með viðtali við Kaymer þar sem hann segist hafa lært af biturri reynslu sinni – og allir kylfingar geta lært eitthvað af þessu, hvernig takast á á við ósigra sína með þeim klassa sem Kaymer sýnir – Sjá með því að SMELLA HÉR: