Kaymer tekur þetta á reynslunni
Kaymer er á samtals 11 undir pari, eftir 3 hringi á Whistling Straits, fjórum höggum á eftir forystumanninum Jason Day.
Í gær var Kaymer á sjóðandi 7 undir pari, 65 höggum og er þar með kominn meðal þeirra efstu lokahringinn, sem verður leikinn í dag.
Á fullkomnum hring hans fékk hann m.a. 5 fugla á seinni 9.
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Martin Kaymer) hefir sigrað á 2 risamótum og hefir verið hluti af 3 sigurliðum Evrópu í Rydernum.
Þar að auki á hinn 11-faldi sigurvegari á Evróputúrnum góðar minningar frá Whistling Straits, þar sem hann vann Bubba Watson í bráðabana þegar hann vann fyrri risatitil sinn 2010.
„Ég gerði ekki mikið af mistökum þá…. hitti mikið af brautum, ég náði inn á flöt oft á tilskyldum höggafjölda en mestu skiptu púttin,“ sagði hinn 30 ára Kaymer í viðtali á europeantour.com.
„Nú þegar maður hefir sigrað á stöðum mótum í Ameríku, í Evrópu, í Rydernum, allar þessar minningar og reynsla, hvernig manni líður sem leikmanni þegar maður er í þessum krítísku sitúasjónum undir mikilli pressu, þá lærir maður mikið um sig sjálfan og maður lærir mikið um hvernig maður höndlar pressuaðstæður. Allir takast öðruvísi á við þær.“
„Það fyndna er að maður hugsar: „Hann vann tvo eða þrjá risatitla hér eða þar og hann veit hverng hann höndlar þrjár eða fjórar holur, en allar aðstæður eru öðruvísi.“
„Vegna þess í hvert skipti sem maður spilar annan golfvöll, þá spilar maður á móti einhverjum nýjum og það er ekki virkilega hægt að æfa fyrir það.“
„Og það er það sem ég vissi ekki fyrir 5 árum. Ég hélt að þess gæjar, sem unnu meistaramótin áður, þeir vissu það, fyrir þeim er þetta daglegur bissness á aðeins hærri skala. Fyrir mig var þetta gríðarstórt. Og það er alltaf stórt; og ég gerði mér ekki grein fyrir því þá.“
Spennandi hvort Kaymer tekst að sigra í kvöld!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
