Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 18:25

Kaymer sigraði á Grand Slam

Martin Kaymer setti niður 2 metra fuglapútt og vann Bubba Watson á 1. holu bráðabana og sigraði þar með sinn fyrsta sigur á PGA Grand Slam of Golf .

Kaymer, sem var með 2 högga forystu eftir 1. dag var á sléttu pari í dag, 71 höggi meðan Bubba var á 2 undir pari, 69 höggum og því allt jafnt hjá þeim félögum og því varð að koma til bráðabana.

Báðir voru á 6 undir pari, 136 höggum eftir 36 holu leik og ljóst að koma þyrfti til bráðabana.

Kaymer og Bubba fóru því aftur á 18. teig en 18. holan var 1. hola bráðabanans.

Báðir átti glæsiteighögg á miðja braut og svo ólíklegt sem það virðist þá var dræv Kaymer örlítið lengra en hjá Watson.  Aðhöggin þeirra voru jafntilkomumikil en Watson setti pressu á Kaymer þegar hann setti bolta sinn 1,5 metra frá holu en Kaymer var örlítið meira en 2 metra frá holu átti sem sagt lengra pútt eftir.

Kaymer púttaði fyrst og setti fuglapútt sitt niður og allt í einu var pressan á Bubba. Tvöfaldi Masters-sigurvegarinn missti púttið sitt aðeins til vinstri við holubarminn og titillinn var Kaymer.

Meistari PGA Championship og Opna breska Rory McIlroy strögglaði, var á 4 yfir pari, 75 í dag og lauk keppni samtals á 2 yfir pari, 144 höggum og Jim Furyk, sem sigraði Grand Slam-ið 2008 var á 2 yfir pari, 73 höggum, og lauk keppni á samtals 3 yfir pari, 145 höggum.